Fornleifaskrá

Skýrsla 201 Útgáfuár 2019

Fornleifaskráning á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi vegna deiliskipulags

Í þessari skýrslu er greint frá fornleifum og yngri minjum á skráningarsvæði sem nær yfir hluta af Grundarhverfi á Kjalarnesi. Skýrslan var unnin að beiðni skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fyrir hönd eignasjóðs Reykjavíkurborgar.

Minjar á svæðinu eru skráðar undir jörðinni Jörfa á Kjalarnesi eins og jarðamörk hennar voru þegar Jarðabók Johnsen var tekin saman 1847. Fornleifaskráningin byggir að hluta til á eldri skráningu sem farið var yfir áður en farið var á vettvang, ásamt öðrum heimildum sem varða svæðið. Skráningin hefur nú verið endurskoðuð með tilliti til núgildandi menningarlaga nr. 80/2012 og samkvæmt skráningarstöðlum Minjastofnunar Íslands frá árinu 2013. 

Niðurstaða þessarar fornleifaskráningar er á sömu leið og þeirrar sem gerð var árið 2003; að ekki eigi að byggja á bæjarstæði eða túni Jörfa, nema að undangenginni ítarlegri rannsókn fornleifa.