Ljósmynd vikunnar 25. janúar 2018

Ljósmynd: Guðbjörg María Benediktsdóttir
Ljósmynd: Guðbjörg María Benediktsdóttir

Grumman JRF-5 Goose flugbátur Loftleiða við flugskýli félagsins í Vatnagörðum í Reykjavík. Framan við flugvélina eru þrír af stofnendum Loftleiða, talið frá vinstri: Alfreð Elíasson, Sigurður Ólafsson og Kristinn Olsen. Sá síðastnefndi flaug vélinni frá Bandaríkjunum þar sem hún var keypt, sennilega 17. nóvember 1944.