Fornleifaskrá Húsakönnun

Skýrsla 200 Útgáfuár 2019

Nauthólsvík og Nauthólsvegur. Fornleifaskrá og húsakönnun

Um er að ræða könnun byggðar, fornleifaskrá og húsakönnun fyrir deiliskipulagssvæði í Nauthólsvík og meðfram Nauthólsvegi. Svæðið afmarkast nánar tiltekið af gatnamótum Flugvallarvegar og Nauthólsvegar í norðri, í suðri meðfram Nauthólsvegi að Nauthólstorgi og suður fyrir N/S-flugbraut, auk þess sem það tekur til Nauthólsvíkur, sunnan við Háskólann í Reykjavík. Skýrslan er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna deiliskipulagsgerðar í Nauthólsvík og gerðar Borgarlínu.