Fornleifaskrá

Skýrsla 199 Útgáfuár 2019

Fornleifaskráning á lóð fyrir innsiglingamerki á Gufuneshöfða

Skýrsla 199 inniheldur fornleifaskráningu á lóð fyrir innsiglingarmerki á Gufuneshöfða í Reykjavík (sjá afmörkun á mynd). Könnunin er unnin að beiðni Kanon arkitekta vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem stendur til að setja upp nýtt innsiglingamerki fyrir Sundahöfn í stað tveggja sem nú eru í Hamrahverfi.

Í skýrslunni er fjallað um deiliskipulagssvæðið sem liggur á Gufuneshöfða í borgarhlutanum Grafarvogi, en höfðinn og ströndin með honum er á náttúruminjaskrá. Svæðið er skilgreint sem hverfisverndarsvæði og Borgargarður í aðalskipulagi. Innsiglingarmerkið er fyrir innsiglingu í Sundahöfn. Engar fornleifar fundust á svæðinu en fornleifar í nágrenni eru skráðar í skýrslu Borgarsögusafns nr. 115: Fornleifaskráning jarðarinnar Gufuness og hjáleigu hennar Knútskots.