Fornleifaskrá Húsakönnun

Skýrsla 198 Útgáfuár 2019

Sjómannaskólareitur. Nóatún - Háteigsvegur - Vatnsholt - Skipholt. Fornleifaskrá og húsakönnun

Skýrsla 198 inniheldur könnun byggðar, fornleifaskrá og húsakönnun, fyrir deiliskipulagssvæðið Sjómannaskólareit (Þ32) á Rauðarárholti í Reykjavík (sjá afmörkun á mynd). Könnunin er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Í skýrslunni er fjallað um sögu og þróun svæðisins og byggðarinnar á deiliskipulagssvæðinu, sem liggur efst á Rauðarárholti í þeim hverfishluta Hlíða sem kallaður er Holt. Fjallað er um staðhætti og örnefni svæðinu, lögbýli sem landsvæðið tilheyrði á öldum áður (Rauðará og Reykjavík), grjótnám, fiskreiti og stakkstæði á holtinu, fyrstu mannvirkin sem reist voru á svæðinu (vatnsgeyma og vita), upphaf iðnaðar- og íbúðarbyggðar á Rauðarárholti, hernámsmannvirki sem reist voru á svæðinu og byggingu Sjómannaskólans í Reykjavík og Háteigskirkju efst á holtinu. Í fornleifaskrá eru skráðar fornleifar og yngri minjar á svæðinu. Húsakönnun inniheldur greiningu á núverandi byggð á svæðinu og skrá yfir þau hús sem þar standa, ásamt mati á varðveislugildi einstakra húsa og heilda.