Skýrsla 203 inniheldur fornleifaskráningu og húsakönnun fyrir deiliskipulagssvæði sem tekur til Elliðaárdals í Reykjavík. Svæðið afmarkast til norðurs af Vesturlandsvegi, til austurs af íbúðarbyggð í Ártúns-, Árbæjar- og Seláshverfi annarsvegar og göngustíg austan Elliðaáa (Dimmu) hinsvegar, til suðurs af Breiðholtsbraut og til vesturs annarsvegar af Hólaverfi og hinsvegar af línu sem liggur norðan Stekkjarbakka og áfram með Reykjanesbraut. Skýrslan er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Fornleifaskrá
Húsakönnun