Fornleifaskrá

Skýrsla 207 Útgáfuár 2020

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi austur að Hólmsá

Um er að ræða rannsókn og skrá yfir fornleifar og yngri minjar á framkvæmdasvæði sem fylgir Suðurlandsvegi, frá Bæjarhálsi í Reykjavík austur í gegnum Geitháls í Mosfellsbæ og að Hólmsá, vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Fornleifaskráningin er unnin að beiðni Vegagerðarinnar.