Húsakönnun

Skýrsla 208 Útgáfuár 2021

Veðurstofuhæð. Húsakönnun

Um er að ræða könnun byggðar á deiliskipulagssvæðinu Veðurstofuhæð (Þ35) sem nær yfir staðgreinireiti 1.731, 1.737 og 1.738 og afmarkast af Kringlumýrarbraut að austan, Bústaðavegi að sunnan, Háuhlíð að vestan og syðri lóðamörkum Menntaskólans við Hamrahlíð og syðstu húsa við Stigahlíð að norðan. Skýrslan er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu. 

Gerð er grein fyrir helstu atriðum í sögu svæðisins, eldri byggð og mannvirkjum og þróun svæðisins til dagsins í dag. Skráð eru þau hús sem standa á svæðinu í dag og gerð grein fyrir varðveislugildi þeirra, verndarstöðu og tillögum um hverfisvernd. Nánari umfjöllun um horfin mannvirki og aðrar minjar á svæðinu má finna í skýrslu Borgarsögusafns nr. 209 um fornleifar á svæðinu.