Um er að ræða könnun byggðar á norðvesturhluta Ártúnshöfða í Reykjavík. Könnunin er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, sem skipt hefur verið í fjögur deiliskipulagssvæði.
Gerð er grein fyrir helstu atriðum í sögu svæðisins, eldri byggð og mannvirkjum og þróun svæðisins til dagsins í dag. Skráð eru þau hús sem standa á svæðinu í dag og gerð grein fyrir varðveislugildi þeirra, verndarstöðu og tillögum um hverfisvernd. Nánari umfjöllun um horfin mannvirki og aðrar minjar á svæðinu má finna í skýrslu Borgarsögusafns nr. 212 um fornleifar á svæðinu.