Fornleifaskrá Húsakönnun

Skýrsla 214 Útgáfuár 2021

Holtsgata 10-12 og Brekkustígur 16. Fornleifaskrá og húsakönnun

Um er að ræða könnun byggðar, fornleifaskrá og húsakönnun, fyrir deiliskipulagsreit í Vesturbæ Reykjavíkur sem samanstendur af þremur samliggjandi lóðum á norðvesturhorni Holtsgötu og Brekkustígs, nánar tiltekið lóðunum Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustíg 16. Skýrslan er unnin að beiðni lóðarhafa og Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Gerð er grein fyrir helstu atriðum í sögu svæðisins, eldri byggð og þróun svæðisins til dagsins í dag. Skráð eru þau hús sem standa á svæðinu í dag og gerð grein fyrir varðveislugildi þeirra, verndarstöðu og tillögum um hverfisvernd. Jafnframt inniheldur skýrslan skrá yfir fornleifar og yngri minjar á deiliskipulagssvæðinu.