Fornleifaskrá

Skýrsla 195 Útgáfuár 2019

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags við bæjarstæði Mógilsár

Skýrslan inniheldur skrá yfir fornleifar og yngri minjar á deiliskipulagssvæði sem nær yfir gamla bæjarstæði Mógilsár í Reykjavík. Könnunin er unnin að beiðni Esjustofu ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi svæðisins.

Í skýrslunni er fjallað um sögu og þróun svæðisins, sem liggur innst í norðanverðum Kollafirði undir Esjuhlíðum, á Kjalarnesi. Fjallað er um staðhætti og örnefni svæðinu og búsetu frá landnámi en búskapur var stundaður á Mógilsá til 1963 er ríkið keypti jörðin fyrir Skógrækt ríkisins og hefur tilraunastöð í skógrækt verið þar síðan. Kalknámufélagið reisti hús fyrir verkafólk á Mógilsá 1918, í tengslum við kalkvinnslu úr Esjunni. Farvegi Mógilsár var breytt 1965 og stífla reist í tengslum við laxeldi.