Fornleifaskrá

Skýrsla 194 Útgáfuár 2018

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags á Stórahnjúk Úlfarsfelli

Skýrslan inniheldur rannsókn og skrá yfir fornleifar og yngri minjar á deiliskipulagssvæði á toppi Úlfarsfells, Stórahnjúk. Deiliskipulagssvæðið er innan lóðar sem liggur frá Úlfarsfellsvegi í norður að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ efst á Úlfarsfelli. Lóðin er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur landnúmerið 173282. Skýrslan er unnin að beiðni Minjastofnunar Íslands vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gerð fjarskiptastöðvar, fjarskiptamasturs og tækniskýlis með útsýnispalli, á Úlfarsfelli.