Fornleifaskrá Húsakönnun

Skýrsla 193 Útgáfuár 2018

Köllunarklettur Þ47. Héðinsgata - Köllunarklettsvegur - Sundagarðar - Sæbraut. Fornleifaskrá og húsakönnun

Skýrslan inniheldur könnun byggðar, fornleifaskrá og húsakönnun, fyrir deiliskipulagssvæði við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu á Laugarnesi í Reykjavík (Köllunarklettur Þ47, sjá afmörkun á mynd). Könnunin er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Í skýrslunni er fjallað um sögu og þróun svæðisins og byggðarinnar á deiliskipulagssvæðinu, sem liggur á Laugarnesi, austan Laugarnestanga og götunnar Klettagarða. Fjallað er um staðhætti og örnefni svæðinu og í nágrenni þess, lögbýli sem landsvæðið tilheyrði á öldum áður (Laugarnes) og upphaf og þróun byggðar á svæðinu. Sagt er frá hjáleigunni Barnhól, sem stóð þar sem nú er óbyggt svæði suðaustan hússins Héðinsgötu 10, byggð sem reis á erfðafestublettum sem farið var að úthluta á svæðinu um 1932 (Laugarnesblettum I-III) og fyrsta vísi að iðnaði á svæðinu, m.a. gúanóverksmiðju sem reist var þar um 1927. Þá er greint frá uppbyggingu iðnaðar og atvinnustarfsemi á svæðinu eftir miðja 20. öld, þegar fyrirtæki eins og Olíuverslun Íslands, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. og Kassagerðin byggðu þar upp starfsemi sína. Í fornleifaskrá eru skráðar fornleifar og yngri minjar á svæðinu. Húsakönnun inniheldur greiningu á núverandi byggð á svæðinu og skrá yfir þau hús sem þar standa, ásamt mati á varðveislugildi einstakra húsa og heilda.

kollunarklettsvegur_mork.jpg
Afmörkun deiliskipulagssvæðisins