Um er að ræða rannsókn og skrá yfir fornleifar og yngri minjar á deiliskipulagssvæði sem fylgir Vesturlandsvegi frá sveitafélagsmörkum við Mosfellsbæ við Leirvogsá að Hvalfirði. Fornleifaskráningin er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við deiliskipulag svæðis sem fellur undir breikkun Vesturlandsvegar. Deiliskipulagssvæðið liggur um land 18 jarða: Fitjakots, Álfsness, Kollafjarðar, Mógilsár, Esjubergs, Móa, Saltvíkur, Sjávarhóla, Skrauthóla, Vallár, Jörfa, Hofs, Króks, Lykju, Arnarholts, Bakka, Ártúns og Saurbæjar. Fornleifar og yngri minjar voru skráðar undir 10 jarðir en engar minjar fundust á 8 jörðum: Álfsnesi, Saltvík, Skrauthólum, Jörfa, Hofi, Króki, Lykkju og Bakka. Alls voru skráðir 87 minjastaðir innan úttektarsvæðisins.
Fornleifaskrá