Könnun byggðar, fornleifaskrá og húsakönnun á skipulagssvæði sem liggur austan núverandi byggðar í Skerjafirði og við suðvesturjaðar flugvallarsvæðis Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Innan svæðisins eru hús og mannvirki á fyrrum athafnasvæði olíufélagsins Shell (Skeljungs) við Skeljanes og mannvirki sem tilheyra Reykjavíkurflugvelli, alls um fimmtán hús eða mannvirki, ásamt ýmsum minjum sem tengjast flugsögu, Reykjavíkurflugvelli og hernáminu. Skýrslan er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, sem skilgreint er sem þróunarsvæði fyrir íbúðabyggð (Þ5 - Nýi-Skerjafjörður) í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Fornleifaskrá
Húsakönnun