Aðgengi á Landnámssýningunni
Landnámssýningin
Aðalstræti 16, 101 Reykjavík, sími 411 6370
Landnámssýningin er staðsett neðanjarðar en inngangurinn er á horni Aðalstrætis og Túngötu. Þungamiðja sýningarinnar er skálarúst frá um 930 sem fannst við fornleifauppgröft árið 2001.
Á Landnámssýningunni er sýningarsalur, fræðsluherbergi fyrir skólahópa, salernisgangur, móttökusvæði með fjölskylduhorni og barnaleiksvæði ásamt safnbúð.
Safnið er oftast rólegur staður til að heimsækja. Það heyrast ýmis hljóð inni á sýningunni og hægt er að finna sjávarilm á tveimur stöðum. Þar er einnig mikil margmiðlun. Hægt að tylla sér á bekk á nokkrum stöðum inni á sýningunni.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Hægt er að stöðva bíl við inngang safnsins til að hleypa farþegum út og inn. Athugið þó að fremur lítil lýsing er inni í sýningarsalnum og gólfið er ójafnt á köflum.
Heimsókn í safnið
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Inngangur
Landnámssýningin er staðsett á horni Aðalstrætis og Túngötu en gengið er inn frá Aðalstræti. Tvær tröppur liggja frá Túngötu niður á lítið útisvæði eða torg framan við innganginn. Frá Aðalstræti er aðgengi inn í safnið auðvelt og engar tröppur. Hægt að ýta á hnapp til að útihurð opnist sjálfkrafa og það er enginn þröskuldur.
Bílastæði
Almenn bílastæði eru við Túngötu, stutt frá innganginum. Það er einnig hægt að leggja í bílakjallaranum í Ráðhúsinu (2 mín) sem og í bílastæðahúsinu í Mjóstræti (4-5 mín). Greiða þarf fyrir stæði á öllum þessum stöðum. Hægt er að leggja í ókeypis stæði víðsvegar í bænum en það þýðir einhverja göngu að safninu. Það eru stæði fyrir rútur fyrir framan Ráðhúsið. Stæði fyrir leigubíla eru beint fyrir framan inngang safnsins og ef stæðið er laust er hægt að hleypa fólki þar út og finna svo stæði fyrir bílinn.
Almenningssamgöngur
Stoppistöðvar eru við Ráðhúsið (2 mín) og í Lækjargötu (5 mín).
Barnakerrur
Ein barnakerra er til láns á Landnámssýningunni, staðsett við afgreiðslu. Velkomið að koma með sína eigin barnakerru á sýninguna.
Salerni
Salernin eru þrjú og eru staðsett á vinstri hönd við afgreiðslu. Á sama gangi eru skápar og snagar. Eitt salerni er sérstaklega hannað með hjólastóla í huga.
Nestisaðstaða
Hvorki nestisaðstaða né veitingasala er á safninu.
Leiðsögn
Engin reglubundin leiðsögn er á sýningunni en auglýst leiðsögn er t.d. á sumrin og um jólin. Hljóðleiðsögn: Enska, íslenska, barna-enska, barna-íslenska, norska, þýska og franska.
Annað
Það er ekki mikil lýsing inni á sýningunni. Sýningin byggir mikið á margmiðlun ásamt hljóðum (t.d. fuglar, kindur, hamarshögg). Við sérstakar aðstæður er hægt að fá að fara inn í fræðslurýmið til að fá næði, ef það er laust.
Hreyfihamlaðir
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Það eru tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Ráðhúsið (2 mín), eitt við Kirkjutorg (2 mín) og eitt við Austurstræti (2 mín). Það eru fleiri blá stæði í bílakjallaranum í Ráðhúsinu og í bílastæðahúsinu í Mjóstræti.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Hjólastólar
Ágætis aðgengi hjólastóla er í húsinu og á sýningunni sjálfri. Hafa ber í huga að gólfið inni á sýningunni er ójafnt. Á nokkrum stöðum liggur leiðin yfir steinabreiður á gólfinu sem eru brúaðar með sléttu gólfefni. Brýrnar liggja í sömu hæð og gólfið og eru nógu breiðar fyrir hjólastóla.
Stólar/aðstaða til þess að setjast niður á sýningum
Það eru bekkir við afgreiðsluna, háir stólar við tölvuborð, stólar í fjölskylduhorni og einnig bekkir inni á sýningunni sjálfri.
Lyftur
Lyftan er beint af augum við innganginn.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Einhverfir og fólk með skynúrvinnsluvanda
Áreiti
Áreiti er nokkuð, þá er um að ræða mikla margmiðlun og hljóð sem berst frá margmiðlunarefni. Fremur lítil lýsing er inni í sýningarsalnum og gólfið er ójafnt á köflum. Á nokkrum stöðum liggur leiðin yfir steinabreiður á gólfinu sem eru brúaðar með sléttu gólfefni. Það er einnig sjávarlykt inni á sýningunni á tveimur stöðum.
Borgarsögusafn auglýsir reglulega sérstaka opnunartíma fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda. Þá er áreiti á sýningum stillt með þarfir hópsins í huga (t.d. ljós og hljóð).
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6370 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Blindir og sjónskertir
Leiðsögn
Borgarsögusafn býður reglulega upp á leiðsögn fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6370 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Leiðsöguhundar
Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið.
Heyrnarskertir og heyrnarlausir
Leiðsögn
Borgarsögusafn býður reglulega upp á döff leiðsögn á táknmáli á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Texti á sýningunni er bæði á íslensku og ensku.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6370 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Ýmsir hópar
Borgarsögusafn er eitt safn á fimm stöðum (Árbæjarsafn, Landnámssýning, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey) og tekur á móti fjölbreyttum hópum. Leitast við að hlusta eftir þörfum þeirra eftir fremsta megni. Hefur þinn hópur heimsótt safnið?
Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru:
Klúbburinn Geysir
Hlutverkasetrið
Dagþjálfun fólks með heilabilun
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á safnfraedsla@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.