Aðgengi á Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík, sími 411 6390
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er á efstu hæð í Grófarhúsi (sama húsi og Borgarbókasafnið). Í safninu er sýningarsalur og sýningarskot með tímabundnum ljósmyndasýningum sem standa allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði.
Safnið er oftast rólegur staður til að heimsækja, stundum eru myndbandsverk með hljóði á sýningum safnsins. Inn af afgreiðslu er lítið rými með bókum og setuaðstöðu.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Hægt er að stöðva bíl við inngang safnsins til að hleypa farþegum út og inn.
Tímalengd heimsóknar: 20-45 mín, sýningar eru margbreytilegar.
Heimsókn í safnið
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Inngangur
Gengið er inn í safnið í gegnum sameiginlegan inngang með Borgarbókasafni á jarðhæð. Þegar inn er komið er gengið inn um dyr á hægri hönd, en þar er lyftan. Einnig er hægt að ganga upp stigann upp á 6. hæð.
Engir þröskuldar eru á leiðinni og útihurð opnast sjálfkrafa.
Afgreiðsla og safnbúð eru staðsett við inngang inn á sýningar safnsins á 6. hæð.
Þar má einnig skoða gott úrval mynda úr safneigninni á þremur snertiskjáum. Sæti eru við skjáina.
Bílastæði
Almenn bílastæði eru á bak við húsið og í bílakjöllurum á Vesturgötu 7 og við Hafnartorg. Greiða þarf fyrir stæði á öllum þessum stöðum. Hægt er að leggja ókeypis í stæði víðsvegar í bænum, en það þýðir einhverja göngu að safninu.
Almenningssamgöngur
Stoppistöðvar eru á Lækjargötu og Mýrargötu, 5-10 mín. gang frá safninu.
Barnakerrur
Barnakerrur eru ekki í boði á Ljósmyndasafninu en gestum er velkomið að koma með sína eigin barnakerru á sýningar safnsins.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Stólar/aðstaða til þess að setjast niður á sýningum
Stólar eru í afgreiðslu á 6. hæð og inni í sýningarrými.
Lyftur
Lyfta er staðsett á hægri hönd á jarðhæð þegar inn er komið.
Salerni
Salerni er á 6. hæð.
Nestisaðstaða
Hvorki nestisaðstaða né veitingasala er á safninu.
Leiðsögn
Engin reglubundin leiðsögn er á safninu en á einstökum sýningum er auglýst leiðsögn. Sér móttaka fyrir ýmsa hópa, sjá hér að neðan.
Hreyfihamlaðir
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Gott aðgengi hjólastóla er í húsinu og á sýningum. Vegna gatnaframkvæmda er lokað fyrir bílaumferð við inngang hússins (gatnamót Tryggvagötu og Grófarinnar). Aðgengi að húsinu verður gott á meðan framkvæmd stendur, stéttin í kringum húsið verður greið. Framkvæmdum líkur fyrri part sumars 2022.
Gengið er inn í safnið á jarðhæð. Engir þröskuldar eru á leiðinni og útihurð opnast sjálfkrafa. Lyfta er á jarðhæð hússins. Hún er staðsett á hægri hönd á jarðhæð þegar inn er komið.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru norðan við Hafnarhús (hafnar megin).
Hjólastólar
Einn hjólastóll er til láns í húsinu, staðsettur á jarðhæð.
Stólar/aðstaða til þess að setjast niður á sýningum
Stólar eru í afgreiðslu á 6. hæð og inni í sýningarrými.
Salerni
Salerni er á 6. hæð en það er ekki sérhannað fyrir hreyfihamlaða.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Einhverfir og fólk með skynúrvinnsluvanda
Áreiti
Safnið er oftast rólegur staður til að heimsækja en stundum eru myndbandsverk með hljóði á sýningum safnsins. Inn af afgreiðslu er lítið rými með bókum og setuaðstöðu þar sem oft er rólegt.
Borgarsögusafn auglýsir reglulega sérstaka opnunartíma fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda. Þá er áreiti á sýningum stillt með þarfir hópsins í huga (t.d. ljós og hljóð).
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Blindir og sjónskertir
Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.
Borgarsögusafn býður reglulega upp á leiðsögn fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Heyrnarskertir og heyrnarlausir
Borgarsögusafn býður reglulega er upp á döff leiðsögn á táknmáli á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Ýmsir hópar
Borgarsögusafn er eitt safn á fimm stöðum (Árbæjarsafn, Landnámssýning, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey) og tekur á móti fjölbreyttum hópum. Leitast við að hlusta eftir þörfum þeirra eftir fremsta megni. Hefur þinn hópur heimsótt safnið?
Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru:
Klúbburinn Geysir
Hlutverkasetrið
Dagþjálfun fólks með heilabilun
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á safnfraedsla@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.