Aðgengi á Sjóminjasafninu í Reykjavík
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Grandagarði 8, 101 Reykjavík, sími 411 6300
Sjóminjasafnið er staðsett við Grandagarð 8, gegnt gömlu verðbúðunum sem nú hýsa hinar ýmsu verslanir og þjónustu. Aðalinngangur safnsins er við Grandagarð en einnig er hægt að ganga inn sjávarmegin, frá bryggjunni sem snýr að slippnum. Miðasala og safnbúð eru í rýminu við innganginn.
Á safninu eru jafnan tvær sýningar, grunnsýning á 2. hæð og sérsýning á jarðhæð. Á grunnsýningunni, Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár, er áreiti nokkuð. Þar eru m.a. björt ljós og myndbönd með hljóðum á stórum flötum. Á sýningunni eru bekkir sem hægt er að tylla sér á.
Safnið er á tveimur hæðum en aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða.
Í varðskipinu Óðni eru brattir stigar, háir þröskuldar og þröngir gangar. Þar er því ekki aðgengi fyrir hjólastóla né þá sem eiga erfitt með gang. Fólki með innilokunarkennd er ekki ráðlagt að fara um borð í skipið.
Heimsókn í safnið
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Inngangur
Hægt er að fara inn á safnið á tveimur stöðum. Annars vegar Grandagarðsmegin og hins vegar bryggjumegin (Slippsmegin). Grandagarðsmegin er rennihurð sem opnast sjálfkrafa, enginn þröskuldur. Bryggjumegin opnast hurðin ekki sjálfkrafa og þar er þröskuldur.
Afgreiðsla og safnbúð safnsins er staðsett við inngangana tvo á 1. hæð.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Bílastæði
Bílastæði eru beggja vegna hússins. Ekið er inn á bílastæði frá Grandagarði annars vegar og frá Rastargötu hins vegar. Bílastæði við Grandagarð eru við inngang, en sé lagt á bílastæði við Rastargötu má gera ráð fyrir um 150 metra göngu að safninu. Bílastæði ætlað rútum er staðsett Grandagarðsmegin.
Almenningssamgöngur
Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.
Salerni
Þrjú salerni eru á 2. hæð, við upphaf aðalsýningarinnar, þar af eitt með aðgengi fyrir fatlaða. Hurð inn á salernisgang opnast ekki sjálfkrafa en rampur er inn á ganginn.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Fundaraðstaða
Fundarsalurinn Hornsílið er staðsettur á 2. hæð, við hlið lyftu þegar komið er upp. Rampur er inn í Hornsílið.
Nestisaðstaða
Hvorki nestisaðstaða né veitingasala er á safninu. Á bryggjunni við safnið eru bekkir og það er tilvalið að nýta sér þá þegar veður er gott.
Barnakerrur
Barnakerrur eru ekki í boði á Sjóminjasafninu en gestum er velkomið að koma með sína eigin barnakerru á sýningar safnsins.
Leiðsögn
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Varðskipið Óðinn
Í skipinu eru brattir stigar, þröngir gangar og háir þröskuldar. Þar er því ekki aðgengi fyrir hjólastóla né þá sem eiga erfitt með gang. Fólki með innilokunarkennd er ekki ráðlagt að fara um borð.
Hreyfihamlaðir
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða er við Sjóminjasafnið og er það staðsett hægra megin við inngang safnsins, Grandagarðsmegin.
Hjólastólar
Einn hjólastóll er í boði og er hann staðsettur í fatahengi á 1. hæð. Þar má einnig finna skápa sem hægt er að læsa. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla á öllu safninu. Frekari upplýsingar í afgreiðslu safnsins.
Stólar/aðstaða til þess að setjast niður á sýningum
Við upphaf aðalsýningar er svokallaður Íslandsbekkur sem hægt er að setjast á. Auk þess eru bekkir upp við veggi á tveimur stöðum innar á aðalsýningunni.
Lyftur
Lyfta er á milli 1. og 2. hæðar safnsins og er hún staðsett vinstra megin við stiga upp á 2. hæð. Hjólastólalyfta er af 1. hæð niður á sérsýningu safnsins og er hún staðsett vinstra megin við tröppur niður á sýninguna.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Einhverfir og fólk með skynúrvinnsluvanda
Áreiti
Áreiti er nokkuð, þó sérstaklega á aðalsýningu safnsins. Þá er um að ræða sterka lýsingu, stóra veggi þar sem horfa má á myndbönd, hljóð sem berst frá margmiðlunarefni og lykt, m.a. af saltfiski og skreið, sem finna má á sýningunni.
Borgarsögusafn auglýsir reglulega sérstaka opnunartíma fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda. Þá er áreiti á sýningum stillt með þarfir hópsins í huga (t.d. ljós og hljóð).
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Blindir og sjónskertir
Leiðsögn
Borgarsögusafn býður reglulega upp á leiðsögn fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
Leiðsöguhundar
Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið.
Heyrnarskertir og heyrnarlausir
Leiðsagnir
Borgarsögusafn býður reglulega upp á döff leiðsögn á táknmáli á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á borgarsogusafn@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Ýmsir hópar
Borgarsögusafn er eitt safn á fimm stöðum (Árbæjarsafn, Landnámssýning, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey) og tekur á móti fjölbreyttum hópum. Leitast við að hlusta eftir þörfum þeirra eftir fremsta megni. Hefur þinn hópur heimsótt safnið?
Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru:
Klúbburinn Geysir
Hlutverkasetrið
Dagþjálfun fólks með heilabilun
Vinsamlegast hafið samband í síma 411-6300 eða sendið póst á safnfraedsla@reykjavik.is fyrir frekari upplýsingar.