Fornleifaskrá

Skýrsla 212 Útgáfuár 2021

Ártúnshöfði. Fornleifaskrá

Um er að ræða skráningu fornleifa, mannvirkja og yngri minja á því svæði sem nefnt hefur verið „Elliðaárvogur við Ártúnshöfða“ sem er rammaskipulagssvæði sem tekur til svæðis við Elliðaárvog og Ártúnshöfða í Reykjavík. Svæðið afmarkast til suðurs af Miklubraut / Vesturlandsvegi, til vesturs af Elliðaárvogi, til norðurs af Grafarvogi og til austurs af Gullinbrú / Höfðabakka. Skráningin er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs.