Um er að ræða skráningu fornleifa og yngri minja á deiliskipulagssvæði sem nefnt hefur verið Veðurstofuhæð í Minni-Öskjuhlíð, norðan við Bústaðaveg og vestan við Kringlumýrarbraut. Fornleifaskráningin var unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna deiliskipulagsgerðar.
Minjar á svæðinu tilheyra jörðinni Reykjavík (181285-5) og eru skráðar undir hana í gagnasafnið Sarp. Skráningin er unnin eftir kröfum Minjastofnunar Íslands um skráningu fornleifa fyrir gerð deiliskipulags í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012. Minjastofnun úthlutar skráningaraðilum verkefnanúmeri og hefur þessi skráning hlotið númerið 1987. Vettvangsrannsókn var gerð í nóvember 2018 og í ágúst 2022 og þá voru minjar skráðar, ljósmyndaðar og mældar með landmælingatæki.