Líkn
08.06.2008 til 01.01.2010
Íslenski faldbúningurinn – fyrr og nú
Árið 2000 kom saman konur úr Heimilisiðnaðarfélaginu sem sérstakan áhuga höfðu á faldbúningum og stofnuðu hópinn Faldafeyki. Frá þeim tíma hafa þær unnið markvisst að því að safna upplýsingum um faldbúninginn; gerð hans og það fjölbreytta handverk sem einkennir hann.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Á sýningunni var hægt að sjá gamla búningahluta frá Þjóðminjasafni Íslands ásamt tveimur nýjum búningum Faldafeykiskvenna og var þeim skipt út reglulega til að sýna sem mesta fjölbreytni. Einnig var úrval af hannyrðaprufum sem unnar voru í tengslum við rannsóknarvinnu Faldafeykiskvenna. Þá var rakið í máli og myndum vinna Faldafeykis frá árinu 2000.
Sýningin var samvinnuverkefnið Minjasafns Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélags Íslands.