Reykvíkingar – myndbrot úr safni verkamanns
Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg. Eftir það vann hann aðallega láglauna verkamannastörf, lengst af sem bæjarstarfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, við gatnagerð, ýmis konar hreinsunarstörf, meindýraeyðingu o.fl.
Þrátt fyrir brauðstritið á götum bæjarins var myndavélin sjaldan langt undan enda má segja að Karl hafi gert ljósmyndaiðkun sína að lífstíll. Í efnahagslegu tilliti var Karl staddur í neðri lögum þjóðfélagsstigans, þ.e. fátækur fjölskyldumaður af alþýðustétt, öreigi í þröngu leiguhúsnæði allt sitt líf. Þrátt fyrir þessar samfélagslegu skorður, tókst honum, vopnaður myndavél, að skapa afar merkilegt heimildasafn ljósmynda sem býður upp á fágætt tækifæri til að skoða hið hversdagslega líf Reykvíkinga á fyrri helmingi 20. aldar í gegnum sjóngler fulltrúa þess sjálfs.
Karl var Reykjavíkurljósmyndari alþýðunnar og eitt af því sem sem einkennir myndir hans og sameinar þær flestar er grákaldur raunsæisblær augnabliksins – tifandi mannlíf hversdagsleikans: Glaðbeittir verkamenn iða af lífi á sólríkum vinnudegi á Ægisgötu, víðavangshlaupari kemur á harðastökki í átt að marki umvafinn áhorfendum í Austurstræti og barnungar stúlkur heilsa að hermannasið á Njálsgötunni.
Sýningin er samtarfsverkefni milli Ljósmyndasafns Reykjavíkur, þar sem að safn Karls Christians er varðveitt og Sjóminjasafnsins í Reykjavík.