02.06.2012 til 16.09.2012

Ljósmyndakeppni sjómanna

Sjómannablaðið Víkingur stendur árlega fyrir ljósmyndakeppni sjómanna. Skilyrði fyrir þátttöku er að myndirnar séu teknar af sjómönnum. Myndir má taka hvort heldur sem er um borð eða í landi í landlegum.

Ljósmyndakeppni sjómanna

Sjómannablaðið Víkingur stendur árlega fyrir ljósmyndakeppni sjómanna. Skilyrði fyrir þátttöku er að myndirnar séu teknar af sjómönnum. Myndir má taka hvort heldur sem er um borð eða í landi í landlegum.  Keppnin er tvíþætt, þ.e. landskeppni og Norðurlandakeppni, þar sem danskir, sænskir, norskir, finnskir og íslenskir sjómenn taka þátt. Þær myndir sem sýndar eru hér á Sjóminjasafninu voru sendar fyrir Íslands hönd í Norðurlandakeppnina í Helsinki síðastliðið vor. Þar hneppti mynd Sigurbjörns Ragnarssonar annað sætið.  Myndirnar gefa skemmtilega innsýn í hugarheim sjómanns dagsins í dag.