Frá miðum til markaða - ljósmyndir Kristins Benediktssonar
Myndirnar sýna á skemmtilegan og lifandi hátt ferlið frá því að fiskur er veiddur þangað til hann er komin á markaði erlendis.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Myndirnar sýna á skemmtilegan og lifandi hátt ferlið frá því að fiskur er veiddur þangað til hann er komin á markaði erlendis. Myndirnar hefur Kristinn tekið undanfarin ár úti á sjó, um borð í skipum og bátum frá Grindavík, auk þess að hafa myndað fiskvinnslufólk í Grindavík og á fiskmarkaðnum í Barcelona á Spáni. Kristinn Benediktsson nam ljósmyndun í lok sjöunda áratugar 20. aldar hjá Ljósmyndastofu Þóris. Hann vann hjá Morgunblaðinu með náminu og í nokkur ár þar á eftir eða í samtals í 10 ár. Árið 1976 fór Kristinn að taka myndir markvisst úti á sjó fyrir tímaritið Sjávarfréttir sem var forveri Fiskifrétta. Um árabil bjó Kristinn í Grindavík þar sem var verkstjóri í saltfiskverkun auk þess sem hann stundaði sjómennsku í nokkur ár. Hann nýtur góðs af þeirri reynslu nú þegar hann stundar blaðamennsku og ljósmyndar sjávarútveginn, undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar.
Kristinn lést í júní 2012 eftir erfið veikindi og er þessi sýning því sú síðasta sem að hann setti upp.