26.11.2011 til 31.05.2012

Teikningar Jóns Baldurs Hlíðberg

Sýningin samanstendur af teikningum Jóns Baldurs af fiskum, hryggleysingjum og kynjaskeppnum ásamt stuttu kynningamyndbandi um störf hans sem teiknara.

Teikningar Jóns Baldurs Hlíðberg

Jón Baldur Hlíðberg fæddist í Reykjavík árið 1957. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1982-83 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1983-85.  Jón Baldur hefur myndskreytt fjölda bóka, m.a. Íslenskir fuglar (1998), Íslensk spendýr (2004) og Íslenskir fiskar (2006). Teikningar og vatnslitamyndir eftir Jón hafa einnig birst í ýmsum útgáfum, svo sem bæklingum, fræðsluskiltum, frímerkjum, kennslubókum, tímaritum og vefsíðum.