04.06.2011 til 15.09.2011

Ólafur Thorlacius- Vatnslitamyndir

Ólafur starfaði um árabil hjá Landhelgisgæslu Íslands sem kortagerðamaður. Hann hefur nú látið af störfum og málar sér til skemmtunnar. Myndefni sækir hann í náttúru Íslands, hafið og sjávarþorpin.

Ólafur Thorlacius

Ólafur er fæddur í Reykjavík þann 21. október 1936.  Ólafur nam sjókortagerð og sjómælingar og starfaði sem deildarstjóri sjókortadeildar Landhelgisgæslu-sjómælinga frá 1975. Ólafur starfaði einnig sem myndmenntakennari við Hlíðarskóla í nokkur ár sem og á fréttastofu RÚV við grafíska hönnun. Ólafur hætti störfum vegna aldurs árið 2000 og hefur sótt myndlistarnám bæði hjá skóla Kurt Zier og Lúðvík Guðmundssyni sem og fjölda námskeiða í hinum ýmsu myndlistarskólum.