MAGNÚS ÓLAFSSON - Ljósmyndari
Ljósmyndasafni Reykjavíkur er mikill heiður að kynna yfirlitssýningu á verkum Magnúsar Ólafssonar (1862-1937) eins helsta frumherja í íslenskri ljósmyndun. Verk Magnúsar, sem eru kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur, varpa ljósi á tímabilið frá aldamótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar og fletta upp svipmyndum frá tímabili er samhliða tækniframförum einkenndist af þjóðfélagsbreytingum og þróun borgarsamfélags í Reykjavík.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Segja má að Magnús hafi verið ljósmyndari Reykjavíkur en myndir hans hafa veitt okkur einkar fjölþætta sýn á höfuðstaðinn á þessum tíma. Fjöldaframleiðsla stereóskópmynda sem hann innleiddi inn á íslenskan ljósmyndamarkað höfðu víðtæk áhrif á myndsýn þjóðarinnar og nutu þær einnig vinsælda erlendis þar sem þær vöktu athygli á landslagi og náttúrufegurð landsins. Einnig varð Magnús fyrstur Íslendinga til að lita stækkaðar ljósmyndir og notaði til þess vatnsliti.
Á þessari yfirlitssýningu verða um 80 ljósmynda Magnúsar sem skipt er í fimm meginflokka; Portrett, Atvinnulíf, Reykjavík, Landsbyggðin og Atburðir og spanna myndirnar feril hans sem ljósmyndara frá árinu 1901 fram til dánardægurs árið 1937. Sýningin um Magnús fléttar saman bæði sögulegri og listrænnri arfleifð íslenskrar ljósmyndunar og varpar ljósi á hversu mikilvægan þátt hann átti í að skapa þá mynd sem við gerum okkur af Reykjavík og Íslandi í heild sinni í upphafi 20. aldar.