10.02.2001 til 01.03.2001

Eyðibýli - Nökkvi Elíasson og Brian Sweeney

Um er að ræða samsýningu ljósmyndaranna Nökkva Elíassonar og Brian Sweeney, sem samanstendur af á fjórða tug ljósmynda, svart hvítum og litmyndum, teknum af eyðibýlum víðsvegar á Íslandi.

Eyðibýli

Eyðibýli Nökkva eru svart hvít, fjarræn og drungaleg, en eyðibýli Brians, sem eru í lit, sýnast af þeim sökum einum nær okkur í tíma, virðast jafnvel hafa verið yfirgefin af ábúendum í flýti skömmu áður en ljósmyndin var tekin. En ljósmyndirnar á sýningunni einskorðast ekki við eyðibýli: þar getur að líta samspil óvenjulegrar birtu, stórbrotins landslags og fágætrar myndbyggingar. Afskekktu bæjarhúsin bera við þungbúinn himininn, gera ljósmyndirnar svo áhrifamiklar sem raun ber vitni.