Hesthús

Garðastræti 9

gardastraeti_9.jpg

Hús þetta stóð á lóð Garðastrætis 9. Mikið var um skúra af ýmsu tagi í Reykjavík á 19. öldinni, gripahús og skemmur, og settu þeir nokkurn svip á bæinn. Sumir þessara skúra voru nokkuð háreistir eins og Garðastrætishúsið. Óvíst er um aldur þess, en talið að Guðmundur Olsen kaupmaður í Aðalstræti og slökkviliðsstjóri hafi átt það. Er þess minnst að hann hélt uppi söng á þjóðhátíð 1874. Síðar var húsinu breytt í bílskúr og verkstæði.

Húsið var flutt á safnið 1982.

 

Garðastræti 9