Laufásvegur 31

laufasvegur.jpg

Húsið var reist árið 1902. Það er timburhús, klætt bárujárni og með svonefndu sveitser-lagi sem algengt var í Noregi um aldamótin 1900. Eins og önnur hús af þeirri gerð er það með bröttu þaki og portbyggt, þ.e. þakinu er lyft frá efsta gólfi með lágum vegg. Þakskegg hússins er óvenju breitt, sperrutré eru útskorin og sömuleiðis er útskurður við mæni. Gluggaumgjarðir eru íburðarmiklar.

Fyrsti eigandi hússins var Hannes Thorarensen kaupmaður og bjó fjölskylda hans í því allar götur til 1967, en þá komst það í eigu breska sendiráðsins sem gaf það Árbæjarsafni. Húsið var flutt á safnið 1972. 

Húsið er nú bústaður ráðsmanns og ekki opið gestum safnins.