Eldsmiðja

arbaejarsafn_smidja_uti.jpg

Eldsmiðjan var reist við Árbæinn árið 1963, hlaðin úr torfi og grjóti. Þar hafði áður mótað fyrir kofarúst. Fyrirmyndir eldsmiðjunnar voru smiðjur sem algengar voru til sveita áður fyrr. Í smiðjunni eru verkfæri úr gömlum reykvískum smiðjum.

Járnsmíðar fóru fram í eldsmiðjum fram yfir miðja þessa öld. Járnið var hitað í afli og notaður físibelgur til að örva glóðina í kolunum. Á steðja voru smíðaðir hnífar, klippur, skeifur og fjölmargt annað. 

 Eldsmiðja

 

Eldsmiðjan var reist við Árbæinn árið 1963, hlaðin úr torfi og grjóti. Þar hafði áður mótað fyrir kofarúst. Fyrirmyndir eldsmiðjunnar voru smiðjur sem algengar voru til sveita áður fyrr. Í smiðjunni eru verkfæri úr gömlum reykvískum smiðjum.

Járnsmíðar fóru fram í eldsmiðjum fram yfir miðja þessa öld. Járnið var hitað í afli og notaður físibelgur til að örva glóðina í kolunum. Á steðja voru smíðaðir hnífar, klippur, skeifur og fjölmargt annað. 

arbaejarsafn_smidja_-_inni.jpg