Fjárhús

arbaejarsafn_fjarhus.jpg

Tvö fjárhús voru austan við Árbæinn í tíð síðustu ábúenda. Veggir þeirra voru hlaðnir úr torfi og grjóti, bæði langveggir og gaflveggir. Þakgrind var úr rekaviði og reft yfir með torfi. Annað fjárhúsið hefur verið hlaðið upp að nýju og stendur nú við syðri stíginn að Árbænum. Hitt húsið stóð heldur ofar í túninu en er nú ekki sýnilegt.