Kornhús

arbaejarsafn_kornhus.jpg

Stærra Vopnafjarðarhúsið var kallað Kornhúsið lengst af en einnig Beykisbúð. Nöfnin vísa til notkunar á ýmsum tímum.

Í Kornhúsinu var ekki aðeins geymt korn heldur einnig ýmiss konar tunnuvarningur, eins og olía og tjara. Þar var jafnframt verslun. Kristján Jónsson Fjallaskáld bjó síðasta æviárið í litlu kvistherbergi í Kornhúsinu. Hafði hann framfæri sitt af að kenna börnum verslunarstjórans. Mælt er að Kristján hafi andast í herbergi sínu nóttina eftir veislu í tilefni af afmæli Kristjáns IX Danakonungs, 1869.