Gullborinn
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Gullborinn er einlyft timburhús með skúrþak, 8,87 m að lengd og 4,67 m á breidd, fluttur inn frá Þýskalandi, byggður 1922. Á miðhluta hússins er háreist fjórstrent risþak og píramítalöguð járngrind gerð úr fjórum hornstoðum sem ganga upp frá gólfi hússins. Veggir hallast inn að ofan en gaflar eru lóðréttir. Húsið stendur á timburstokkum. Veggir eru klæddir sléttum lóðréttum panelborðum en bakhlið er klædd bárujárni. Þök eru klædd pappa og bárujárni. Á framhlið eru tveir póstagluggar með 16 rúðum hvor og einn með sex rúðum á bakhlið. Hlerar eru fyrir gluggum. Á norðurgafli eru dyr með okahurð en stórar dyr á suðurgafli með vængjahurðum fyrir.
Húsið er eitt herbergi og veggir og loft eru óklædd að innan. Á gólfi eru aflvélar sem knúðu bor sem notaður var til að var til að bora eftir gulli í Vatnsmýri 1922-1924 en eftir heitu vatni víða í Reykjavík á árunum 1927-1965.
Borinn var fluttur í safnið 1977.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>