Bílaverkstæðið

arbaejarsafn_bifvelaverkstaedi.jpg

Verkstæðið er samstarfsverkefni Árbæjarsafns og Bíliðnafélagsins/ Félags blikksmiða og er eftirlíking af verkstæði sem stofnað var í Reykjavík árið 1918. Sýningunni er skipt í þrjá hluta: bílaviðgerðir, bílasmíði og bílamálun. Munir á verkstæðinu eru nær allir frá Reykjavík og nágrenni. Þeir eru allt frá árinu 1913, þ.e. upphafi eiginlegrar bílaaldar á Íslandi og fram yfir miðja 20. öld. Fornbílaklúbbur Íslands hefur lánað bíla á verkstæðið til sýningar.

arbaejarsafn_bifvelaverkstaedi_inni.jpg