Hansenshús - Smiðshús
Póshússtræti 15
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Hansenshús stóð upphaflega austan við Dómkirkjuna í Reykjavík, í jaðri Austurvallar. Síðar var það skráð að Pósthússtræti 15. Húsið var reist um 1823 af Símoni Hansen kaupmanni, sem var af fyrstu kynslóð borgara í Reykjavík. Hansenshús er fulltrúi elstu timburhúsagerðar í Reykjavík. Það er einlyft, með háu risi og klætt utan borðum. Norðurhliðin er raunar án klæðningar nú og sést þar hvernig “múrað er í binding” eins og það var kallað, þ.e. múrsteini hlaðið í trégrind. Símon Hansen kaupmaður bjó í húsinu á árunum 1823-1847. Var húsið kennt við hann og nefnt Hansenshús. Venjulega bjuggu 10-11 manns í húsinu í hans tíð. Síðar bjó þar um langt skeið Teitur Finnboga-son, járnsmiður, og var húsið þá nefnt Teitshús. Ýmsir kunnir menn leigðu í Hansenshúsi um skemmri tíma, þar á meðal Jón Árnason þjóðsagna-safnari, Sigurður Guðmundsson málari og Sigfús Eymundsson ljósmyndari og bóksali. Búið var í húsinu fram á miðja 20. öld.
Hansenshús er elst þeirra húsa á Árbæjarsafni sem flutt hafa verið úr gamla miðbænum í Reykjavík. Það var einnig fyrsta húsið sem flutt var á safnið, en það gerðist árið 1960. Eftir flutninginn var húsið lengi kallað Smiðshús.
Unnið er að viðgerðum innanhúss og áætlað er að opna húsið fyrir gestum safnins vorið 2019.