Efstibær
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Efstibær stóð við Spítalastíg 4 í Þingholtunum. Hann var upphaflega byggður sem torfbær árið 1836. Eiríkur Magnússon, tómthúsmaður, endurbyggði bæinn 1883 en lét hann þó halda einkennum gamla torfbæjarins. Þannig eru gluggarnir einungis á göflunum, rétt eins og á torfbæjunum. Húsið var flutt á Árbæjarsafn 1967.
Í húsinu bjuggu gjarnan tvær fjölskyldur í einu. Um 1930 bjuggu á efri hæð hússins hjón með eitt barn. Á neðri hæðinni hjón með fimm börn. Þessi sýning á að lýsa því hvernig fjölskyldan kom sér fyrir í herberginu að næturlagi. Vitað er að þegar næturgestir voru í húsinu var búið um þá á eldhúsgólfinu. Slík þrengsli voru ekki óalgeng í Reykjavík á þessum tíma.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>