Rannsóknastefna

Borgarsögusafn Reykjavíkur sinnir rannsóknum og fræðastarfi. Með rannsóknum sínum vill safnið auka þekkingu og skilning á lífi og menningu borgarinnar og gera þær aðgengilegar íbúum hennar og gestum á markvissan hátt með útgáfu og miðlun. Rannsóknasvið safnsins er saga Reykjavíkur og nágrennis í víðtækum skilningi. Að auki leitast safnið við að safna og halda til haga fróðleik um safnfræði og efla safnfræðirannsóknir á Íslandi.

Markmið

  • að styrkja stöðu safnsins sem rannsókna- og fræðaseturs
  • að söfnun, rannsóknir og miðlun verði samþætt
  • að eiga í samstarfi og samtali við innlend og erlend söfn, fræðastofnanir og einstaklinga varðandi rannsóknir
  • að kortleggja eyður í þekkingu á viðfangsefnum safnins
  • að halda ítarlega skrá yfir hvers konar útgáfu í tengslum við safnið
  • að styrkja faglegan bókakost safnins