Safnfræðsla
Hér er hægt að skoða fræðsluframboð og bóka heimsóknir á Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey. Fræðslan er öllum skólahópum að kostnaðarlausu, hæfir hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.
Auðvelt að bóka!
Allar bókanir fyrir öll skólastig og frístund fara nú í gegnum vefsíðu safnsins. Veldu fyrst viðeigandi skólastig og síðan fræðslu úr listanum með því að ýta á hnappinn BÓKA. Við það opnast upplýsingagluggi, skrollaðu niður og veldu dagsetningu og tíma og fylltu út umbeðnar persónuupplýsingar. Það er alltaf hægt að fara til baka og velja annað. Mikilvægt er að hafa símanúmer kennara, eða skóla með ef eitthvað kemur upp á. Það er alltaf hægt að fara til baka og velja annað eða afbóka ef valið er vitlaus dagsetning.
Athugið bóka þarf alla hópa sem hyggjast heimsækja safnið, hvort sem þeir ætla sér að þiggja fræðslu eða ekki.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar: safnfraedsla@reykjavik.is

Senn koma jólin - RÚTUTILBOÐ!
OPNUM FYRIR BÓKANIR 2. OKTÓBER: Jólaheimsókn í Árbæ þar sem við lærum um jólin í gamla daga og hrekkjóttu jólasveinanna
Bóka
Komdu að leika!
Heimsókn á leikfangasýninguna vinsælu Komdu að leika: Hvernig voru leikföng fyrir 100 árum síðan? Fræðsla og svo frjáls leikur á eftir.
Bóka
Litir og form
Skemmtilegur útileikur fyrir leikskólahópa þar sem leikskólakennarinn fær spjöld í hendur og fer með hópinn sinn að skoða allskonar smáatriði á húsum. Krakkarnir spá og spekúlera í hinum ýmsu litum og formum sem má finna á safninu og njóta útisvæðisins.
Bóka
Lubbi á Árbæjarsafni
Viltu heimsækja Lubba og hjálpa honum að finna nokkur málbein í Árbænum? Í heimsókninni hjálpa börnin fjárhundinum Lubba að finna málbein, læra íslensk málhljóð og para við þjóðlega muni í Árbænum.
Bóka
Komdu og skoðaðu landnámsdýrin (elsti árgangur)
Hvaða dýr tóku landnámsmennirnir með sér yfir hafið og til hvers? Íslensk húsdýr skoðuð út frá miðaldabúskap, fornleifafræði sem og í gegnum frjálsan leik.
Bóka
Förum út í búð!
Hvernig voru búðirnar í Reykjavík í gamla daga? Börnin fá að skoða gamla verslun, bæði innan sem utan og fá einnig að fara í búðarleik með vörum og raunverulegum, gömlum peningum.
Bóka
Hvað er sýning?
Skoðum sýningu safnsins í gegnum samtal um liti og myndefni. Lærum um ljósmyndum og hvernig polaroid myndavél virkar. Tökum polaroid myndir af hópnum sem verður að ljósmyndasýningu sem kennarar taka með í leikskólann að lokinni heimsókn.
Bóka

Við erum jörðin
Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Tölum saman um hvernig við getum farið betur um náttúruna og umhverfið. Fræðsla byggir á umhverfismennt.
Bóka
Fiskur & fólk
Hvað búa margar tegundir fiska við Ísland? Getur þú dansað eins og krabbi? Hvað er öðruvísi við sjóvettlinga? Lærum um fiska, báta og fiskvinnslu. Frjáls leikur á eftir í Bryggjusalnum.
Bóka
Ævintýraeyjan Viðey
Könnunarleiðangur um sögu, náttúru og listaverk eyjarinnar. Fræðsluhefti í boði sem veitir leikskólakennurum upplýsingar, innblástur og hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með hóp í eynni.
Bóka
Gamli tíminn
Hvernig var að upplifa vetrarkulda og myrkur fyrir tíma rafmagns og nútímaþæginda? Einungis í boði á þorranum, 19. janúar til 16. febrúar.
Bóka
Vorferð fyrir grunnskóla á Árbæjarsafn
Fræðsla, leikir og fjör! Einungis í boði 13. maí til 5. júní.
Bóka
Verk að vinna
Nemendur kynnast daglegu lífi og vinna verk frá fyrri tíð.
Bóka
Aðfangadagskvöld 1959 - RÚTUTILBOÐ!
OPNUM FYRIR BÓKANIR 2. OKTÓBER: Jólaheimsókn þar sem börnin læra um og taka þátt í jólahaldi fyrir rúmri hálfri öld.
Bóka
Gamla Reykjavík - ÁRBÆJARSAFN
Hvernig var lífið í gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá fullorðnum og börnum?
Bóka
Neyzlan
Innkaup og neysla í 100 ár: fræðsla og hópverkefni. Ókeypis rúta fyrir grunnskóla í Reykjavík.
Bóka
Lífið á landnámsöld
Heimsókn þar sem lært er um daglegt líf landnámsfólks í Reykjavík. Hvernig var lífið fyrir 1000 árum?
Bóka
Siglum til Íslands
Ræðum saman um hvernig var að flytja til Íslands fyrir 1000 árum. Hvað þurfti fjölskyldur að taka með sér um borð í siglingunni til Íslands?
Bóka
Gamla Reykjavík
Hvernig var lífið í Gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá fullorðnum og börnum?
Bóka
Hvaðan komu Íslendingar?
Heimsókn þar sem við könnum uppruna landnámsfólks. Ræðum saman um menningu, trú, þrælahald og viðhorf á víkingaöld.
Bóka
Hvernig lesum við ljósmyndir?
Umfjöllunarefni heimsóknarinnar fer eftir sýningu hverju sinni með áherslu á myndlestur, túlkun og staðreyndir. Veltum fyrir okkur spurningum eins og: Höfðar myndin til mín?
Bóka
Fiskur & fólk
Hvað eiga sjómaður, árar, handfæri, þorskur, lýsi, formaður sameiginlegt? Komið í heimsókn og við skulum komast að því!
Bóka
Umhverfismennt
Heimsókn á sýninguna Við erum jörðin – við erum vatnið. Fræðsla byggir á námsefni í umhverfismennt: Hreint haf og Mengun sjávar.
Bóka
Varðskipið Óðinn | grunnskóli
Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst sögu skipsins
Bóka
Ævintýraeyjan Viðey
Saga, náttúra og list í einstöku umhverfi. Hægt að fá lánuð fræðsluhefti sem er ætlað að veita innblástur og stuðning í heimsókn til eyjarinnar.
Bóka
Aftur til fortíðar
Heimsókn á Árbæjarsafn þar sem gengið á meðal húsa safnsins og kíkt inn í Árbæ.
Bóka

Líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur
Gengið saman um landnámssýninguna og kynnst hvernig líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur var fyrir meira en 1000 árum.
Bóka
Gamla Reykjavík
Hvernig var lífið í Gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá íbúum?
Bóka
Leiðsögn um sýningar
Spjall um sýningar safnsins og hugmyndirnar á bak við þær. Einnig er hægt að óska eftir að fá kynningu á starfsemi safnsins.
Bóka
Varðskipið Óðinn
Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst þorskastríðunum og björgunarsögu skipsins.
Bóka
Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár
Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.
Bóka
Viðey: Náttúra, saga og listir
Útivera í einstöku umhverfi - Heimsókn á eigin vegum
Bóka
Aftur til fortíðar
Heimsókn á Árbæjarsafn þar sem gengið á meðal húsa safnsins og kíkt inn í Árbæ.
Bóka
Líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur
Gengið saman um landnámssýninguna og kynnst hvernig líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur var fyrir meira en 1000 árum.
Bóka
Gamla Reykjavík
Hvernig var lífið í Gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá íbúum?
Bóka
Leiðsögn um sýningar
Spjall um sýningar safnsins og hugmyndirnar á bak við þær. Einnig er hægt að óska eftir að fá kynningu á starfsemi safnsins.
Bóka
Varðskipið Óðinn
Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst þorskastríðunum og björgunarsögu skipsins.
Bóka
Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár
Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.
Bóka
Viðey: Náttúra, saga og listir
Útivera í einstöku umhverfi - Heimsókn á eigin vegum
Bóka

Spurningaleiðangur um safnsvæðið fyrir 12 ára og eldri
Finndu staðina og svaraðu spurningunum jafnóðum. Ein spurning við hvern stað á kortinu.
Bóka
Leitað á Árbæjarsafni
Léttur leiðangur um safnsvæðið þar sem leitað er að gripum, herbergjum og húsum til þess að kynnast safninu og sýningunum betur. Tilvalið fyrir vini í liðveislu, fjölskyldur og hópa á eigin vegum.
Bóka
Íslendingabók Ara fróða
Æfing í að lesa texta á íslensku sem var skrifaður fyrir næstum 900 árum.
Bóka
Siglum til Íslands
Rafræn leiðsögn um ferðalag landnámsmannanna yfir Atlantshafið.
Bóka
Hvaðan komu Íslendingar?
Rafræn leiðsögn um uppruna íslensku þjóðarinnar.
Bóka
Punktarnir í Kvosinni
Fjölskylduleiðangur um elsta hluta Reykjavíkur.
Bóka
Leikjafjör
Skemmtileg sumardagskrá í heillandi umhverfi Árbæjarsafns. Árbæjarsafn býður upp á gott svæði til alls kyns útiveru og útileikja. Í boði frá 29.maí til 18. ágúst.
Bóka
Krakkaleikir í kvosinni - sumarheimsókn
Fræðumst um leiki í gamla daga og prófum! Hvernig léku krakkar sér á nítjándu öld? Standast leikirnir tímans tönn? Safnkennari tekur á móti hópnum utandyra en leiksvæðið er miðbærinn, ýmsir vellir, garðar og torg. Athugið að þessi dagskrá krefst virkrar þátttöku og er háð veðri.
Bóka
Orð og mynd
Léttur leikur sem felst í því að skoða ljósmyndir og tengja við orð eða hugtök. Við rýnum í viðfangsefni myndanna og sjáum hvert myndlesturinn leiðir okkur.
Bóka
Fiskur og fjör
Stuttur og léttur leiðangur um sýninguna Fiskur & fólk þar sem leiðbeinendur og krakkar vinna saman í hópum við að leysa þrautir.
Bóka
Varðskipið Óðinn | Frístund
Fræðsla um varðskipið Óðin fyrir frístundahópa.
Bóka
Ævintýraeyjan Viðey - Frístund
Viðey er frábær staður til að njóta útiveru í einstöku umhverfi. Þar er upplagt að fara í hópeflisleiki og rannsóknarleiðangra. Við mælum með dagsferð með nesti og skapandi dagskrá. Allir velkomnir.
Bóka