Almennir hópar

Borgarsögusafn Reykjavíkur er spennandi viðkomustaður fyrir hópa af öllu tagi. Safnið býður upp á móttöku fyrir hópa á öllum sínum sýningarstöðum.

Sjominjasafnid_javier_ballester_4188.jpg
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Móttaka hópa

Sérfræðingar safnsins taka á móti allskonar hópum, stórum sem smáum, og veita fræðandi og skemmtilega leiðsögn um sýningarstaðina. Fyrir nánari upplýsingar um móttöku hópa eldri borgara og sérhópa ýmisskonar hafið samband við fræðsluteymið fyrir nánari útfærslu á heimsóknum og leiðsögnum. Einnig er boðið upp á sérstakar leiðsagnir og móttöku fyrir hópa í símenntun og námskeiðum. Allar fyrirspurnir má senda á netfangið safnfraedsla@reykjavik.is

Nánari upplýsingar: 
Fræðsla fyrir skólahópa /borgarsogusafn/safnfraedsla/skolahopar 
Efni fyrir fjölskyldur https://borgarsogusafn.is/safnfraedsla/fjolskyldur

 

Kostnaður

Almennir hópar þurfa að greiða aðgangseyri fyrir hvern einstakling. Boðið er upp á hópafslátt. Þar að auki er hægt að taka á móti hópum utan hefðbundins opnunartíma, greiða þarf sérstakt opnunargjald vegna þess. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur borga ekki aðgangseyrir.

Ókeypis aðgangur fyrir alla skólahópa, öll börn 17 og yngri og öryrkja. Enginn kostnaður er fyrir leiðsagnir fyrir hópa eldri borgara en hópar verða þó að bóka fyrirfram.

 

Salaleiga og veitingar

Borgarsögusafn hefur til umráða sali af ólíku tagi sem leigðir eru út við hin ýmsu tilefni. Þar að auki er safnið í samstarfi við veitingaaðila sem sjá um veitingastaði á þremur stöðum safnsins.