Fjölskyldur og almennir hópar

Borgarsögusafn Reykjavíkur með sínum fimm sýningarstöðum er spennandi viðkomustaður fyrir fjölskyldur og hópa af öllu tagi.

Fjölskyldur

Sýningarstaðir safnsins eru í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni í Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey, auk þess sem starfsemi safnsins er sýnileg með öðrum hætti, t.d. með sögugöngum, útgáfu og menningarmerkingum í borgarlandinu. 

Fjölskylduvænir viðburðir eru haldnir reglulega yfir árið á söfnum, sýningum og stöðum Borgarsögusafnsins. Þá helst ber að nefna sumar- og vetrardagskránna – Menningarnótt í Reykjavík, safnanótt sem er hluti af vetrarhátíð og barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Upplýsingar um viðburði safnsins er að finna HÉR

Aðgangur er ókeypis fyrir 17 ára og yngri að öllum stöðum. Miði í Viðeyjarferjuna kostar 775 kr. fyrir 7 – 17 ára en ókeypis er fyrir 6 ára og yngri. 

 

Invalid Scald ID.

Börn að leik á Árbæjarsafni

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Við mælum sérstaklega með leikfangasýningunni Komdu að leika! sem er í stóru hvítu húsi við torgið og ljósmyndastúdíó með búningum og fylgimunum sem er einnig í húsi við torgið

Sýningin Komdu að leika ! fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma.

Ljósmynd af dreng á sýningunni Dýrin leyndardómar landnámsins
Landnámssýningin

Landnámssýningin

Komið í heimsókn á Landnámssýninguna og kynnist fyrstu Reykvíkingunum! Margskonar munir eru á sýningunni, en gagnvirk miðlun vekur alltaf athygli yngstu safnagestanna okkar.
Undir stiganum við afgreiðslu sýningarinnar er fjölskyldusvæði þar sem hægt er að setjast niður og prófa leiki, spil og leikföng í líkingu við þau sem börn notuðu fyrir þúsund árum.

Ljósmyndasafn: Orð og mynd
Ljósmyndasafn: Orð og mynd

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafnið er forvitnilegur staður til að heimsækja og kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að spá og spekúlera í ljósmyndum. Á hverju ári eru settar upp fjölbreyttar sýningar á ýmist nýjum eða gömlum ljósmyndum, teknum á Íslandi eða víðsvegar um heiminn. Heimsókn á Ljósmyndasafnið getur verið tilvalin fyrir eldri kynslóðir að segja frá lífinu „í gamla daga“ þegar afi og amma voru ung, aðrar sýningar bjóða upp á samtal um hvernig samtímaljósmyndin varpar upp myndum af samfélaginu og enn aðrar sýningar eru upplagt tækifæri til að fá yngstu kynslóðina að segja frá því sem fyrir augu ber.

Boðið er upp á myndaþraut sem leiðir krakka áfram í að skoða sýningar safnsins. Safnið er staðsett á 6. hæð í Grófarhúsinu, þar sem Borgarbókasafnið er til húsa.

Fiskur & fólk
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Margt í boði fyrir fjölskyldur á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Helst er að nefna sýninguna Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár sem opnaði í júní 2018. Gagnvirk miðlun eins og snertiskjáir og tölvuleikir eru aðgengilegir á sýningunni fyrir yngstu safngestina. Um 20 sögur og viðtöl eru á sýningunni um margskonar efni sem tengist sjósókn, m.a. skemmtileg saga af hvernig átti að nota klósett um borð í togara árið 1930.  Við mælum með að næla sér í ‚Leiðangur fyrir fjölskyldur‘ þar sem gestir eru leiddir í gegnum safnið með léttum þrautum og áhugaverðum

Varðskipið Óðinn

Boðið er upp á leiðsagnir á íslensku á hverjum degi kl.13, 14 og 15. Hver leiðsögn stendur í 40 – 60 mínútur. Þá er gengið um skipið og fjallað m.a. um lífið um borð, björgunarsögu skipsins og hlutverk þess í þorskastríðunum.

Barnadagurinn í Viðey
Barnadagurinn í Viðey

Viðey

Náttúruparadís aðeins steinsnar frá borginni þar sem sagan drýpur af hverju strái. Hvort sem það er gönguferð og njóta nálægð við náttúruna og listaverk eða taka hjólið með og hjóla, þá er Viðey tilvalin fyrir fjölskyldufólk. Góð aðstaða er fyrir aftan Viðeyjarstofu sem er merkt inn á kortið sem Hesthúsið. Þar er hægt að grilla og setjast niður á meðan börnin leika sér á leiksvæðinu sem er rétt hjá.

Elding sér um allar ferðir frá Skarfabakka og Hörpuna frá 15. maí til 15. september. Ókeypis er fyrir 6  ára og yngri, 775 kr. fyrir 7 – 17 ára. Aðrir borga samkvæmt verðskrá Eldingar.

Í Viðeyjarstofu er bæði rekið kaffihús og veitingastaður en opnunartími fer eftir áætlunarferðum.

Almennir hópar

Sérfræðingar safnsins taka á móti allskonar hópum, stórum sem smáum, og veita fræðandi og skemmtilega leiðsögn um sýningarstaðina. Fyrir nánari upplýsingar um móttöku hópa eldri borgara og sérhópa ýmisskonar hafið samband við fræðsluteymið fyrir nánari útfærslu á heimsóknum og leiðsögnum. Einnig er boðið upp á sérstakar leiðsagnir og móttöku fyrir hópa í símenntun og námskeiðum. Allar fyrirspurnir má senda á netfangið safnfraedsla@reykjavik.is

 

Kostnaður

Almennir hópar þurfa að greiða aðgangseyri fyrir hvern einstakling. Boðið er upp á hópafslátt. Þar að auki er hægt að taka á móti hópum utan hefðbundins opnunartíma, greiða þarf sérstakt opnunargjald vegna þess. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur borga ekki aðgangseyrir.

  • Ýtið HÉR fyrir gjaldskrá safnsins 

Ókeypis aðgangur fyrir alla skólahópa, öll börn 17 og yngri og öryrkja. Enginn kostnaður er fyrir leiðsagnir fyrir hópa eldri borgara en hópar verða þó að bóka fyrirfram.

 

Salaleiga og veitingar

Borgarsögusafn hefur til umráða sali af ólíku tagi sem leigðir eru út við hin ýmsu tilefni. Þar að auki er safnið í samstarfi við veitingaaðila sem sjá um veitingastaði á þremur stöðum safnsins.