Fjarfræðsla

Auk hinnar hefðbundnu safnfræðslu Borgarsögusafns, á okkar fimm frábæru stöðum, býður safnið einnig upp á fjarfræðslu í tengslum við valin fræðslutilboð og sýningar. Þetta opnar á möguleika fyrir skólahópa sem ekki eiga gott með koma á safnið í hefðbundna fræðslu.

GRUNNSKÓLAR: 7.-10. bekkur

Hvaðan komu Íslendingar?

Fjarfræðsla - Hvaða komu Íslendingar

Samkvæmt rannsóknum var Ísland upphaflega land innflytjenda. En hvaðan kom landnámsfólkið? Voru þetta allt heiðnir Norðmenn eða kom fólkið frá ólíkum menningarheimum? Í heimsókninni (á Landnámssýninguna Aðalstræti eða í fjarfræðslu) er rætt um menningu, trú, þrælahald og viðhorf á víkingaöld.

Til að skoða ýtið HÉR

GRUNNSKÓLAR: 4.-6. bekkur

Siglum til Íslands

Fjarfræðsla - Siglum til Íslands

Á landnámsöld fluttist norrænt fólk til Íslands og settist hér að. Flutningurinn yfir hafið var hvorki auðveldur né áhættulaus. Í heimsókninni (á Landnámssýninguna Aðalstræti eða í fjarfræðslu) er fjallað um undirbúning og framkvæmd Íslandsfararinnar.

Til að skoða ýtið HÉR

GRUNNSKÓLAR: 7.-10. bekkur og FRAMHALDSSKÓLAR

Valdimar Thorlacius ...

Fjarfræðsla - Valdimar Thorlacius

Hér má sjá 360 gráðu mynd af yfirstandandi sýningu Valdimars Thorlaciusar "..." í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Athugið að það er hægt að fara alveg upp að mörgum myndum til að sjá þær í nærmynd.

Sýningin „···“ er í senn sjónræn túlkun á upplifun Valdimars af smábæjum, fólki, veðri og víðáttu á Íslandi og heimild um lífið í þorpinu. Við vinnslu verkefnisins fór hann á milli þeirra staða sem uppfylltu ákveðin skilyrði út frá skilgreiningu Hagstofunnar um stærð og gerð þéttbýliskjarna með allt að 500 íbúum.

Til að skoða ýtið HÉR

Sem hluta af fjarfræðslunni bjóðum við einnig upp á handverksmyndskeið sem upplagt er að nýta í kennslu, fyrir eða eftir heimsókn á söfn og sýningar safnsins.

MYNDSKEIÐ UM HANDVERK ÁÐUR FYRR

Ullarvinnsla

Hvernig fór ullarvinnsla fram?

HÉR er útskýrt hvernig ull var kembd og spunninn á halasnældu, fyrir daga spunarokksins.

 

 

 

Strokka smjör

Hvernig er smjör strokkað?

HÉR er útskýrt hvernig smjör var strokkað í bullustrokki.

 

 

 

Ljós

Hvernig þróaðist lýsing?

HÉR er á einfaldan hátt útskýrt hvernig Íslendingar framkölluðu ljós um aldir, allt frá steinkolum til rafmagns.

 

 

 

Netagerð

Hvernig eru net búin til?

HÉR er útskýrt hvernig netagerð fór fram fyrr á tímum.

 

 

 

Saltfiskur

Hvernig er saltfiskur verkaður? Á 19. öld færðist það í vöxt að Íslendingar söltuðu fisk til útflutnings.

HÉR er ferlið útskýrt á einfaldan máta.