Fjarfræðsla

Auk staðbundinnar safnfræðslu Borgarsögusafns, á okkar fimm frábæru stöðum, býður safnið einnig upp á fjarfræðslu á völdum fræðsluleiðum. Þetta opnar á möguleika fyrir skólahópa sem ekki eiga gott með koma á safnið í hefðbundna fræðslu.

 

GRUNNSKÓLAR: 7.-10. bekkur

Hvaðan komu Íslendingar?

Fjarfræðsla - Hvaða komu Íslendingar

Samkvæmt rannsóknum var Ísland upphaflega land innflytjenda. En hvaðan kom landnámsfólkið? Voru þetta allt heiðnir Norðmenn eða kom fólkið frá ólíkum menningarheimum? Í heimsókninni (á Landnámssýninguna Aðalstræti eða í fjarfræðslu) er rætt um menningu, trú, þrælahald og viðhorf á víkingaöld.

Til að skoða ýtið HÉR

GRUNNSKÓLAR: 4.-6. bekkur

Siglum til Íslands

Fjarfræðsla - Siglum til Íslands

Á landnámsöld fluttist norrænt fólk til Íslands og settist hér að. Flutningurinn yfir hafið var hvorki auðveldur né áhættulaus. Í heimsókninni (á Landnámssýninguna Aðalstræti eða í fjarfræðslu) er fjallað um undirbúning og framkvæmd Íslandsfararinnar.

Til að skoða ýtið HÉR

 

 

MYNDSKEIÐ UM HANDVERK ÁÐUR FYRR

Sem hluta af fjarfræðslunni bjóðum við einnig upp á handverksmyndskeið sem upplagt er að nýta í kennslu, fyrir eða eftir heimsókn á söfn og sýningar safnsins.

Ullarvinnsla

Hvernig fór ullarvinnsla fram?

HÉR er útskýrt hvernig ull var kembd og spunninn á halasnældu, fyrir daga spunarokksins.

 

 

 

Strokka smjör

Hvernig er smjör strokkað?

HÉR er útskýrt hvernig smjör var strokkað í bullustrokki.

 

 

 

Ljós

Hvernig þróaðist lýsing?

HÉR er á einfaldan hátt útskýrt hvernig Íslendingar framkölluðu ljós um aldir, allt frá steinkolum til rafmagns.

 

 

 

Netagerð

Hvernig eru net búin til?

HÉR er útskýrt hvernig netagerð fór fram fyrr á tímum.

 

 

 

Saltfiskur

Hvernig er saltfiskur verkaður? Á 19. öld færðist það í vöxt að Íslendingar söltuðu fisk til útflutnings.

HÉR er ferlið útskýrt á einfaldan máta.