Safnfræðsla

Hér er hægt að skoða fræðsluframboð og bóka heimsóknir á Sjóminjasafnið í Reykjavík. Fræðslan er öllum skólahópum að kostnaðarlausu, hæfir hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.

Auðvelt að bóka!

Allar bókarnir fyrir öll skólastig og frístund fara nú í gegnum vefsíðu safnsins. Veldu fyrst viðeigandi skólastig og síðan fræðslu úr listanum með því að ýta á hnappinn BÓKA. Við það opnast upplýsingagluggi, skrollaðu niður og veldu dagsetningu og tíma og fylltu út umbeðnar persónuupplýsingar.  Mikilvægt er að hafa símanúmer kennara, eða skóla með ef eitthvað kemur upp á. Það er alltaf hægt að fara til baka og velja annað eða afbóka ef valið er vitlaus dagsetning.

Athugið bóka þarf alla hópa sem hyggjast heimsækja safnið, hvort sem þeir ætla sér að þiggja fræðslu eða ekki.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar: safnfraedsla@reykjavik.is

 

Leikskóli
Sjóminjasafnið - Óðinn
Sjóminjasafn Leikskóli

Varðskipið Óðinn

Könnunarleiðangur um króka og kima varðskipsins Óðins.

Bóka
Hvað tekur langann tíma fyrir plastpoka að brotna niður í sjónum?
Sjóminjasafn leikskóli

Við erum jörðin

Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Tölum saman um hvernig við getum farið betur um náttúruna og umhverfið. Fræðsla byggir á umhverfismennt.

Bóka
Börn að leik í Sjóminjasafninu í Reykjavík
Sjóminjasafn leikskóli

Fiskur & fólk

Hvað búa margar tegundir fiska við Ísland? Getur þú dansað eins og krabbi? Hvað er öðruvísi við sjóvettlinga? Lærum um fiska, báta og fiskvinnslu. Frjáls leikur á eftir í Bryggjusalnum.

Bóka
Grunnskóli
Árabáturinn Farsæll
Sjóminjasafn 1. - 10. bekkur

Fiskur & fólk

Hvað eiga sjómaður, árar, handfæri, þorskur, lýsi, formaður sameiginlegt? Komið í heimsókn og við skulum komast að því!

Bóka
©Heimir Freyr Hlöðversson
Sjóminjasafn 1. - 7. bekkur

Umhverfismennt

Heimsókn á sýninguna Við erum jörðin – við erum vatnið. Fræðsla byggir á námsefni í umhverfismennt: Hreint haf og Mengun sjávar.

Bóka
Varðskipið Óðinn
Sjóminjasafn 1. – 10. bekkur

Varðskipið Óðinn | grunnskóli

Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst sögu skipsins

Bóka
Framhaldsskóli
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn

Varðskipið Óðinn

Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst þorskastríðunum og björgunarsögu skipsins.

Bóka
Sjókonur
Sjóminjasafn

Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár

Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.

Bóka
Háskóli
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn

Varðskipið Óðinn

Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst þorskastríðunum og björgunarsögu skipsins.

Bóka
Sjókonur
Sjóminjasafn

Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár

Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.

Bóka
Frístund
Fiskur og fjör
Sjóminjasafn frístundastarf

Fiskur og fjör

Stuttur og léttur leiðangur um sýninguna Fiskur & fólk þar sem leiðbeinendur og krakkar vinna saman í hópum við að leysa þrautir.

Bóka
Varðskipið Óðinn
Sjóminjasafn frístundastarf

Varðskipið Óðinn | Frístund

Fræðsla um varðskipið Óðin fyrir frístundahópa.

Bóka

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá mars-nóvember

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.220 kr.

Óðinn leiðsögn

1.710 kr.

Safn + Óðinn

3.410 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.370 kr., Óðinn 1.370 kr.

Menningarkort, árskort

7.770 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.