Safnfræðsla
Hér er hægt að skoða fræðsluframboð og bóka heimsóknir á Sjóminjasafnið í Reykjavík. Fræðslan er öllum skólahópum að kostnaðarlausu, hæfir hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.
Auðvelt að bóka!
Allar bókarnir fyrir öll skólastig og frístund fara nú í gegnum vefsíðu safnsins. Veldu fyrst viðeigandi skólastig og síðan fræðslu úr listanum með því að ýta á hnappinn BÓKA. Við það opnast upplýsingagluggi, skrollaðu niður og veldu dagsetningu og tíma og fylltu út umbeðnar persónuupplýsingar. Mikilvægt er að hafa símanúmer kennara, eða skóla með ef eitthvað kemur upp á. Það er alltaf hægt að fara til baka og velja annað eða afbóka ef valið er vitlaus dagsetning.
Athugið bóka þarf alla hópa sem hyggjast heimsækja safnið, hvort sem þeir ætla sér að þiggja fræðslu eða ekki.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar: safnfraedsla@reykjavik.is


Við erum jörðin
Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Tölum saman um hvernig við getum farið betur um náttúruna og umhverfið. Fræðsla byggir á umhverfismennt.
Bóka
Fiskur & fólk
Hvað búa margar tegundir fiska við Ísland? Getur þú dansað eins og krabbi? Hvað er öðruvísi við sjóvettlinga? Lærum um fiska, báta og fiskvinnslu. Frjáls leikur á eftir í Bryggjusalnum.
Bóka
Fiskur & fólk
Hvað eiga sjómaður, árar, handfæri, þorskur, lýsi, formaður sameiginlegt? Komið í heimsókn og við skulum komast að því!
Bóka
Umhverfismennt
Heimsókn á sýninguna Við erum jörðin – við erum vatnið. Fræðsla byggir á námsefni í umhverfismennt: Hreint haf og Mengun sjávar.
Bóka
Varðskipið Óðinn | grunnskóli
Heimsókn um borð í varðskipið Óðin þar sem við kynnumst sögu skipsins
Bóka