Safnfræðsla
Hér er hægt að skoða fræðsluframboð og bóka heimsóknir á Sjóminjasafnið í Reykjavík. Fræðslan er öllum skólahópum að kostnaðarlausu, hæfir hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.
Auðvelt að bóka!
Allar bókarnir fyrir öll skólastig og frístund fara nú í gegnum vefsíðu safnsins. Veldu fyrst viðeigandi skólastig og síðan fræðslu úr listanum með því að ýta á hnappinn BÓKA. Við það opnast upplýsingagluggi, skrollaðu niður og veldu dagsetningu og tíma og fylltu út umbeðnar persónuupplýsingar. Mikilvægt er að hafa símanúmer kennara, eða skóla með ef eitthvað kemur upp á. Það er alltaf hægt að fara til baka og velja annað eða afbóka ef valið er vitlaus dagsetning.
Athugið bóka þarf alla hópa sem hyggjast heimsækja safnið, hvort sem þeir ætla sér að þiggja fræðslu eða ekki.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar: safnfraedsla@reykjavik.is

Fiskur & fólk
Hvað búa margar tegundir fiska við Ísland? Getur þú dansað eins og krabbi? Hvað er öðruvísi við sjóvettlinga? Hvað getum við gert til að minnka ruslið hjá fiskunum?
Bóka
Fiskur & fólk
Hvað eiga fiskari, árar, handfæri, þorskur, lýsi, formaður sameiginlegt? Komið í heimsókn og við skulum komast að því!
Bóka
Fiskur & fólk á eigin vegum
Heimsókn á eigin vegum sýninguna Fiskur & fólk: sjósókn í 150 ár. (Á ekki við um varðskipið Óðinn)
Bóka
Skrítið og skondið á Sjóminjasafninu
Staðreyndaleikur um aðalsýningu safnsins Fiskur & fólk og Kahoot! spurningakeppni í skólanum. Einungis í boði frá 15.maí til 7.júní.
Bóka
Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár
Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.
Bóka
Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár
Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.
Bóka
Fiskur og fjör
Stuttur og léttur leiðangur um sýninguna Fiskur & fólk þar sem leiðbeinendur og krakkar vinna saman í hópum við að leysa þrautir.
Bóka
Varðskipið Óðinn - Lokað 2022
Heimsóknir í varðskipið Óðinn verða ekki í boði árið 2022 vegna bryggjuframkvæmda.
Bóka