Fræðsla

Safnfræðsla Borgarsögusafns Reykjavíkur stendur skólahópum til boða að kostnaðarlausu.

 Bóka þarf heimsókn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Bókanir sendist á safnfraedsla@reykjavik.is

Leikskóli
Sjóminjasafnið - Óðinn
Sjóminjasafn Leikskóli

Varðskipið Óðinn

Spennandi leiðangur um skipið. Könnunarleiðangur um varðskipið Óðinn þar sem við spjöllum um margþætta starfsemi skipsins, sögu og öryggi á sjó. Leikskólanemar klæðast björgunarvestum áður en haldið er út í varðskipið. Athugið að vegna öryggisráðstafana er hámarksfjöldi um borð 18 (þ.m.t. börn, kennarar og starfsfólk). Vinslamlegast athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað umóákveðinn tíma. Við bendum þess í stað á Fiskur og Fólk fyrir leikskóla, þar sem börnin fræðast um fiskana, hafið og skipin.

Bóka
Börn að leik í Sjóminjasafninu í Reykjavík
Sjóminjasafn leikskóli

Fiskur & fólk

Spjall um fiskana, hafið og skipin. Hvaða fiskar lifa í kringum Ísland? Eru skipin öll eins og hvað er allt þetta plast að gera í sjónum? Fræðsla um aðalsýningu safnsins þar sem áhersla er lögð á lífríki hafsins, umhverfismál og sjómennsku.

Bóka
Grunnskóli
Sjominjasafnid_javier_ballester_4188.jpg
Sjóminjasafn 1. - 4. bekkur

Fiskur & fólk: Bátar, skip og lífið í sjónum

Fræðsla og spjall um hafið, fiskana, bátana og skipin sem sigla um höfin blá. Eru skipin öll eins, hvaða fiskar lifa í sjónum í kringum Ísland og hvað getum við gert til þess að halda sjónum hreinum? Ferðalag fisksins úr sjónum og á diskinn rætt ásamt veiðiaðferðum, verkun og geymslu.

Bóka
Björgunarskipið Óðinn
Sjóminjasafn 1.– 4. bekkur

Varðskipið Óðinn: Rannsóknarferð um skipið

Rannsóknarferð um króka og kima varðskipsins Óðins sem var eitt helsta björgunarskip við Íslandsstrendur á sínum tíma. Förum yfir sögu skipsins, kynnumst ólíkum hlutverkum sem áhöfnin sinnti í neyðartilvikum og förum stuttlega yfir sögu þorskastríðanna. Athugið að vegna öryggisráðstafana er hámarksfjöldi um borð 18 (þ.m.t. börn, kennarar og starfsfólk). Vinsamlegast athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað um óákveðinn tíma.

Bóka
Fræðsla fyrir 5. - 7. bekk
Sjóminjasafn 5.- 7. bekkur

Varðskipið Óðinn: Hlutverkaleikur með búningum

Förum í varðskipið Óðinn og setjum okkur í spor áhafnarinnar. Nemendur fá einstakt tækifæri að klæðast búningum og kynnast ólíkum störfum um borð. Lærum jafnframt um sögu varðskipsins Óðins á göngu okkar um skipið. Áhersla lögð á umræður og þátttöku. Athugið að vegna öryggisráðstafana er hámarksfjöldi um borð 18 (þ.m.t. börn, kennarar og starfsfólk). Vinsamlegast athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað um óákveðinn tíma.

Bóka
Teiknað á hafsbotni
Sjóminjasafn 5.-10. bekkur

Skipið sem sökk - Sérsýning

Kafað eftir fornleifum með 3D gleraugum. Einnig er aðalsýning safnsins heimsótt. Hollenska skipið Mjaltastúlkan sökk fyrir rúmum 350 árum síðan. Á sýningunni „Melckmeyt 1659 – fornleifarannsókn neðansjávar“ skoðum við gripi úr skipinu sem fundust á hafsbotni og kynnumst aðferðum fornleifafræðinnar á virkan hátt með aðstoð sýndarveruleika. Vinsamlegast athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður ofangreind fræðsla ekki í boði um óákveðinn tíma.

Bóka
Sjóminjasafn safnfræðsla leiðsögn
Sjóminjasafn 5.-7. bekkur

Fiskur & fólk: Fiskurinn veiddur og hvað svo?

Þorskinum og fleiri fisktegundum fylgt frá miðum í maga. Spjall um fiskana í kringum Ísland, báta- og skipstegundir, veiðiaðferðir, verkun og aðferðir við geymslu fisksins. Höfnin og breytingar á henni rædd ásamt því að komið er inn á hlutverk kynjanna í fiskvinnslu þá og nú.

Bóka
Sjominjasafnid_grunnsyning.jpg
Sjóminjasafn 8. - 10. bekkur

Fiskur & fólk: Fiskur, sjósókn og sjálfbærni

Sýningin „Fiskur og fólk – Sjósókn í 150 ár“ skoðuð út frá áhrifum veiða á umhverfið. Nemendur rýna í vistkerfi sjávarins í kringum Ísland, veiðiaðferðir, rannsóknir á fiskistofnum og þau áhrif sem mengun frá okkur mannfólkinu hefur á hafið og lífverur þess.

Bóka
Þröstur Sigtryggsson skipherra
Sjóminjasafn 8.–10. bekkur

Varðskipið Óðinn: Óðinn og þorskastríðin

Átök um fiskinn í sjónum. Gengið saman um varðskipið Óðinn, fjallað um hlutverk þess, sögu og þátttöku Íslands í þorskastríðunum. Fjallað ítarlega um hlutverk Óðins í deilunum sem og almenna sögu skipsins. Athugið að vegna öryggisráðstafana er hámarksfjöldi um borð 18 (þ.m.t. börn, kennarar og starfsfólk). Vinsamlegast athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað um óákveðinn tíma. Þess í stað bendum við

Bóka
Fiskur og fjör
Sjóminjasafn frístundastarf

Fiskur og fjör - Í boði 17. maí til 20. ágúst

Stuttur og léttur leiðangur um sýninguna „Fiskur & fólk“ þar sem leiðbeinendur og krakkar vinna saman í hópum við að leysa þrautir. Í lok heimsóknar er upplagt að skoða hafnarsvæðið í Reykjavík með hjálp smáforritsins Minjaslóð. Bjóðum upp á tvennskonar erfiðleikastig, sem henta annars vegar fyrir 6 - 9 ára og hinsvegar fyrir 10 - 12 ára. Miðað er við að hópar séu ekki stærri en 25 (þ.m.t. börn, kennarar og starfsfólk).

Bóka
Varðskipið Óðinn
Sjóminjasafn frístundastarf

Varðskipið Óðinn - Í boði 17. maí til 20. ágúst

Könnunarleiðangur um króka og kima varðskipsins Óðins þar sem farið er yfir hlutverk þess og öryggi á sjó. Gengið um þilför skipsins þar sem við skoðum brú, káetur og messa. Sérstök leiðsögn fyrir frístundahópa. Athugið að vegna öryggisráðstafana er hámarksfjöldi um borð 18 (þ.m.t. börn, kennarar og starfsfólk). Vinslamlegast athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað um óákveðinn tíma. Við bendum þess í stað á Fiskur og fjör, þar sem krakkar og leiðbeinendur vinna saman við að leysa þrautir.

Bóka
Framhaldsskóli
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn

Varðskipið Óðinn

Bjóðum upp á klukkustundarleiðsögn um borð í varðskipinu Óðni, en skipið tók þátt í þorskastríðunum gegn Bretum á 20. öld. Í leiðsögninni er bæði rætt um þorskastríðin og björgunarsögu skipsins. Athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað um óákveðinn tíma.

Bóka
Sjominjasafnid_grunnsyning.jpg
Sjóminjasafn

Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár

Sýning um atvinnusögu, lífríki hafsins, fiskveiðar og daglegt líf. Varðskipið Óðinn segir sögu þorskastríðanna. Sýningin fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Bjóðum upp á leiðsagnir um sýninguna.

Bóka
Háskóli
Sjóminjasafnið og Varðskipið Óðinn standa við höfnina
Sjóminjasafn

Varðskipið Óðinn

Bjóðum upp á klukkustundarleiðsögn um borð í varðskipinu Óðni, en skipið tók þátt í þorskastríðunum gegn Bretum á 20. öld. Í leiðsögninni er bæði rætt um þorskastríðin og björgunarsögu skipsins. Athugið að vegna aðstæðna í samfélaginu verður varðskipið Óðinn lokað um óákveðinn tíma.

Bóka
Sjominjasafnid_grunnsyning.jpg
Sjóminjasafn

Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár

Sýning um atvinnusögu, lífríki hafsins, fiskveiðar og daglegt líf. Varðskipið Óðinn segir sögu þorskastríðanna. Sýningin fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Bjóðum upp á leiðsagnir um sýninguna.

Bóka

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engin leiðsögn vegna sóttvarnalaga.

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.740 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.330 kr.

Safn + Óðinn

2.660 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.120 kr., leiðsögn í Óðni 1.120 kr. Sameiginlegur miði 2.240 kr.

Börn 0-17 ára

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.