Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár
Sýning um atvinnusögu, lífríki hafsins, fiskveiðar og daglegt líf. Varðskipið Óðinn segir sögu þorskastríðanna.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Sýningin fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Bjóðum upp á leiðsagnir um sýninguna.