Fiskur & fólk: Sjósókn í 150 ár
Fylgjum þorskinum eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og upp á land, í gegnum vinnslu og loks á diskinn.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Leiðsögn sérstaklega ætluð fyrir nemendur á framhalds og háskólastigi á sýninguna Fiskur & fólk sem fjallar um fiskveiðar Íslendinga, allt frá árabátum í útgerð stórra fjölveiðiskipa. Sagan er skoðuð útfrá sjónarhorni þorskins sem er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bát og að landi, í gegnum vinnslu og loks upp á disk.
Bjóðum upp á leiðsagnir með einum af sérfræðingum safnsins þar sem við ræðum saman um lífríki hafsins, sjósókn, umhverfisáhrif fiskveiða, sjálfbærni og fiskvinnslu. Eftir leiðsögnina er hópnum velkomið að skoða sýninguna á sínum eigin hraða, stoppa og máta sjóföt, heyra margvíslegar sögur af sjónum, prófa leiki, læra um nytafiska eða setja saman sína eigin fiskuppskrift.
Getum hagað tíma, hraða og efni eftir þörf hópsins.
Ókeypis aðgangur miðast við skólahópa í fyrirfram bókuðum skólaferðum með kennara. Aðrir borga samkvæmt verðskrá safnsins.
Vinsamlegast bókið heimsókn rafrænt hér að neðan: