20.08.2018

Komdu og skoðaðu hafið!

Sýningin Fiskur & fólk er skoðuð og rætt um lífríki sjávar, mismunandi báta og skip ásamt störfum í fiskvinnslu. Heimsóknin tengist námsefninu Komdu og skoðaðu hafið sem er aðlagað sýningunni.

Kids enyoing the Fish & folk - 150 years of fisheries exhibition

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45 - 60 mín.

Sýningin Fiskur & Fólk er skoðuð og rætt um lífríki sjávar, mismunandi  báta og skip ásamt störfum í fiskvinnslu. Heimsóknin tengist námsefninu Komdu og skoðaðu hafið og aðlagað að sýningunni.

 

Markmið

  • Að nemendur kynnist margvíslegum sjávarlífverum og læri að þekkja nokkra af nytjafiskum Íslendinga. Læra um bæði heita og kalda strauma í hafinu, þ.á.m. Golfstrauminn.
  • Að nemendur læri að þekkja mismunandi gerðir og hlutverk báta og skipa.
  • Að nemendur kynnist aðeins sögu sjávarútvegsins og þau mörgu störf sem honum tengjast.

 

Tenging við aðalnámskrá grunnskóla

Að nemendur geti

  • „fjallað um samspil manns og náttúru“
  • „lýst algengustu lífverum í nánasta umhverfi sínu“
  • „sagt frá gerð og mótun íslensk samfélags fyrr og nú“
  • „bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmd á mannlíf og umhverfi“

 

Kennsluefni / Kennslugögn

  • Tilvalið að vinna verkefni eftir heimsókn úr námsefni eftir heimsókn.

 

Undirbúningur fyrir heimsókn

Námsefnið Komdu og skoðaðu hafið er góður undirbúningur fyrir heimsóknina en er ekki krafa.

 

Skipulag heimsóknar

Starfsmaður safnsins tekur á móti bekknum í 1.hæð Sjóminjasafnsins. Hópurinn gengur saman um sýningu safnsins þar sem er lögð sérstök áhersla á þátttöku nemanda í gegnum samtal og spurningar um efnið.

Fræðsluefnið er byggt á námsefninu Komdu og skoðaðu hafið.

Þátttaka kennara: Treyst er á að kennarar hjálpi við að halda utan um hópinn í heimsókninni.

 

Úrvinnsla

Heimsóknin getur verið góður undirbúningur fyrir kennsluefnið Komdu og skoðaðu hafið sem er fyrir 2. - 3. bekk.

 

 

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Leiðsögn daglega

13:00, 14:00 & 15:00

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.740 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.330 kr.

Safn + Óðinn

2.660 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.120 kr., leiðsögn í Óðni 1.120 kr. Sameiginlegur miði 2.240 kr.

Börn 0-17 ára

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.