Umhverfismennt

Heimsókn á sýninguna Við erum jörðin – við erum vatnið. Fræðsla byggir á námsefni í umhverfismennt: Hreint haf og Mengun sjávar.

Niðurbrot rusls á hafsbotninum
Verk Heimis Hlöðverssonar

Hámarksfjöldi: Einn bekkur

Bekkur: 1. - 7.

Tími: 45-50 mín.

Fræðsla er byggð á Umhverfismennt út frá námsefninu Hreint haf sérstaklega miðað að 1. - 7. bekk grunnskóla.

Fyrri hluti heimsóknar:

Heimsókn á nýja sýningu Við erum jörðin – við erum vatnið sem er upplifunarverk Heimis Hlöðverssonar. Kynnumst náttúrunni á óvenjulegan hátt þar sem lögð áhersla á upplifun og ímyndunarafl nemanda. 

Förum yfir nýlegar rannsóknir varðandi ruslmengun í hafinu og kynnumst hvaða rusl er algengast við Ísland. Tölum um nýja tækni við hreinsun, endurvinnslu, endurnýtingu og mikilvægi að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Hvernig höfum við áhrif á hafið? Veltum fyrir okkur lausnum og spjöllum um hvað nemendur gera í skólanum og heima fyrir umhverfið.

 

Seinni hluti heimsóknar: 

1. - 4. bekkur: Gengið saman um sýninguna Fiskur og fólk og veltum fyrir okkur notkun á plasti í sjávarútveginum og á sýningunni. Getum við notað eitthvað annað efni? Hvenær er sniðugt að nota plast og hvenær getum við notað eitthvað annað?

5. - 7. bekkur: Hópavinna og verkefni um notkun plasts í sjávarútveginum: Nemendur velta fyrir sér hvaða efn væri hægt að nota? 

 

Eftir fræðsluna er frjáls tími í Bryggjusalnum þar sem er fjölskyldurými þar sem börn geta leikið sér frjálst og horft út á hafið.

 

Fræðslan er aðlöguð að aldri og getu nemenda.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir á meðan verið er að byggja nýja bryggju við safnið.

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.150 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.650 kr.

Safn + Óðinn

3.290 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.320 kr., leiðsögn í Óðni 1.320 kr. Sameiginlegur miði 2.640 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.