Umhverfismennt
Heimsókn á sýninguna Við erum jörðin – við erum vatnið. Fræðsla byggir á námsefni í umhverfismennt: Hreint haf og Mengun sjávar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Hámarksfjöldi: Einn bekkur |
Bekkur: 1. - 7. |
Tími: 45-50 mín. |
Fræðsla er byggð á Umhverfismennt út frá námsefninu Hreint haf sérstaklega miðað að 1. - 7. bekk grunnskóla.
Fyrri hluti heimsóknar:
Heimsókn á nýja sýningu Við erum jörðin – við erum vatnið sem er upplifunarverk Heimis Hlöðverssonar. Kynnumst náttúrunni á óvenjulegan hátt þar sem lögð áhersla á upplifun og ímyndunarafl nemanda.
Förum yfir nýlegar rannsóknir varðandi ruslmengun í hafinu og kynnumst hvaða rusl er algengast við Ísland. Tölum um nýja tækni við hreinsun, endurvinnslu, endurnýtingu og mikilvægi að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Hvernig höfum við áhrif á hafið? Veltum fyrir okkur lausnum og spjöllum um hvað nemendur gera í skólanum og heima fyrir umhverfið.
Seinni hluti heimsóknar:
1. - 4. bekkur: Gengið saman um sýninguna Fiskur og fólk og veltum fyrir okkur notkun á plasti í sjávarútveginum og á sýningunni. Getum við notað eitthvað annað efni? Hvenær er sniðugt að nota plast og hvenær getum við notað eitthvað annað?
5. - 7. bekkur: Hópavinna og verkefni um notkun plasts í sjávarútveginum: Nemendur velta fyrir sér hvaða efn væri hægt að nota?
Eftir fræðsluna er frjáls tími í Bryggjusalnum þar sem er fjölskyldurými þar sem börn geta leikið sér frjálst og horft út á hafið.
Fræðslan er aðlöguð að aldri og getu nemenda.