26.06.2018

Fagur fiskur í sjó

Lærum um fiska í sjónum, stóra sem smáa. Beitum skapandi nálgun til að skoða sýninguna Fiskur & Fólk og nýtum margmiðlun og leiki til þess að læra. Í heimsókninni eru börnin hvött til að taka virkan þátt með samtali og spurningum

Börn að leik í Sjóminjasafninu í Reykjavík

Fjöldi: 15 - 25

Bókaðu heimsókn

Tími: 40 - 50 mín.

Markmið heimsóknar

Heimsókn á safn getur verið bæði skemmtileg og lifandi. Markmiðið er að sameina leik og nám. Á Sjóminjasafninu nýtum við margmiðlun og leiki til þess að læra meira um fiska og hvernig þeir komast frá miðum ofan í maga.

Tenging við námskrá

  • Fagur fiskur í sjó sameinar leik og nám og er skemmtileg viðbót við fjölbreyttan námsvettvang leikskólanna.
  • Veltum vöngum yfir "hringrásum og fyrirbærum í náttúrunni, margvíslegum auðlindum og nýtingu náttúrunnar, lífverum í umhverfinu og lífsháttum þeirra."
  • Lærum að "bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru og skapa þeim tækifæri til að upplifa og njóta."

Undirbúningur fyrir heimsókn

Heimsókn á sýninguna Fiskur & Fólk krefst ekki sérstaks undirbúnings. Hins vegar er alltaf gott að segja börnunum frá því hvert þau séu að fara og hvað eigi að gera. Þar að auki er hægt að undirbúa þau með því að ræða saman um hvernig fiskurinn kemst frá miðum í maga. Hvernig fiskur var í matinn á leikskólanum í vikunni? 

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum
  • Nemendur taka af sér útifötin
  • Göngum saman um sýninguna Fiskur & Fólk; saga sjósóknar í 150 ár
  • Nemendur eru hvattir til að taka virkan þátt með samtali og spurningum

Úrvinnsla

Gott getur reynst að rifja upp heimsóknina skömmu (örfáum dögum) eftir hana. Hvað lærðum við um fiska á safninu? Hvernig skip sáum við?

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Opið

Opið

Opið alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Leiðsögn daglega

13:00, 14:00 & 15:00

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Hafið samband á sjominjasafnid@reykjavik.is

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.740 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.330 kr.

Safn + Óðinn

2.660 kr.

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.120 kr., leiðsögn í Óðni 1.120 kr. Sameiginlegur miði 2.240 kr.

Börn 0-17 ára

Ókeypis

Öryrkjar

Ókeypis

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.