Fiskur & fólk
Hvað búa margar tegundir fiska við Ísland? Getur þú dansað eins og krabbi? Hvað er öðruvísi við sjóvettlinga? Hvað getum við gert til að minnka ruslið hjá fiskunum?
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Hámarksfjöldi: 25 |
Aldur: 4-6 ára |
Tími: 45 - 50 mín. |
Hvað búa margar tegundir fiska við Ísland? Getur þú dansað eins og krabbi? Hvað er öðruvísi við sjóvettlinga? Hvað getum við gert til að minnka ruslið hjá fiskunum?
Göngum saman um sýninguna Fiskur & fólk þar sem við svörum þessum spurningum og spjöllum um lífríki hafsins, sjómennsku og umhverfismál.
Skipulag heimsóknar:
- Safnkennari tekur á móti hópnum á fyrstu hæð.
- Göngum saman um sýninguna og spjöllum um lífríki hafsins, sjómennsku og umhverfismál.
- Skoðum myndir frá fiskvinnslutíð hússins og pælum í kafarabúningnum.
- Frjáls tími á sýningu og Bryggjusal í lok heimsóknar.
Hvetjum hópa til að nýta heimsóknina til að ræða um umhverfismál í leikskólanum.