Við erum jörðin

Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Tölum saman um hvernig við getum farið betur um náttúruna og umhverfið. Fræðsla byggir á umhverfismennt.

©Heimir Freyr Hlöðversson
Við erum jörðin - við erum vatnið

Hámarksfjöldi: 25

Aldur: 4-6 ára

Tími: 45 - 50 mín.

 

Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Fræðslan byggir á umhverfismennt. Lærum að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. 

Börnin læra hvað á heima á hafsbotninum og hvað ekki - hvað tekur t.d. langan tíma fyrir plastpoka að brotna niður á hafsbotninum? Tölum saman um endurvinnslu og endurnýtingu. 

 

Skipulag heimsóknar: 
- Safnkennari tekur á móti hópnum
- Förum inn í sérsýningarsal safnsins á 1. hæð og horfum saman á verk Heimis Hlöðverssonar
- Tölum saman um liti og form og það sem við sjáum í verkinu. Börnin stýra samtalinu.
- Förum síðan yfir í hinn enda salarins og lærum um náttúruna - hvað á heima á hafsbotninum og hvað ekki?
- Verklegt: Börnin týna upp það sem á ekki heima á hafsbotninum úr tveimur körum með sandi. 
- Tölum saman um hvað er mikilvægt að halda umhverfinu hreinu.
- Förum upp á 2. hæð - Fiskur og fólk og endum á að horfa á myndskeið þar sem við sjáum sjóinn hreinan og fallegan. 
 

Eftir fræðsluna er frjáls tími í Bryggjusalnum þar sem er fjölskyldurými þar sem börn geta leikið sér frjálst og horft út á hafið.

Hvetjum hópa til að nýta heimsóknina til að ræða um umhverfismál í leikskólanum - endurnýtingu og endurvinnslu. Hvað getum við gert til að halda umhverfinu hreinu í kringum okkur?

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir á meðan verið er að byggja nýja bryggju við safnið.

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.150 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.650 kr.

Safn + Óðinn

3.290 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.320 kr., leiðsögn í Óðni 1.320 kr. Sameiginlegur miði 2.640 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.