Við erum jörðin
Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Tölum saman um hvernig við getum farið betur um náttúruna og umhverfið. Fræðsla byggir á umhverfismennt.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Hámarksfjöldi: 25 |
Aldur: 4-6 ára |
Tími: 45 - 50 mín. |
Kynnumst ægifögrum formum náttúrunnar í gegnum draumkennt verk Heimis Hlöðverssonar. Fræðslan byggir á umhverfismennt. Lærum að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu.
Börnin læra hvað á heima á hafsbotninum og hvað ekki - hvað tekur t.d. langan tíma fyrir plastpoka að brotna niður á hafsbotninum? Tölum saman um endurvinnslu og endurnýtingu.
Skipulag heimsóknar:
- Safnkennari tekur á móti hópnum
- Förum inn í sérsýningarsal safnsins á 1. hæð og horfum saman á verk Heimis Hlöðverssonar
- Tölum saman um liti og form og það sem við sjáum í verkinu. Börnin stýra samtalinu.
- Förum síðan yfir í hinn enda salarins og lærum um náttúruna - hvað á heima á hafsbotninum og hvað ekki?
- Verklegt: Börnin týna upp það sem á ekki heima á hafsbotninum úr tveimur körum með sandi.
- Tölum saman um hvað er mikilvægt að halda umhverfinu hreinu.
- Förum upp á 2. hæð - Fiskur og fólk og endum á að horfa á myndskeið þar sem við sjáum sjóinn hreinan og fallegan.
Eftir fræðsluna er frjáls tími í Bryggjusalnum þar sem er fjölskyldurými þar sem börn geta leikið sér frjálst og horft út á hafið.
Hvetjum hópa til að nýta heimsóknina til að ræða um umhverfismál í leikskólanum - endurnýtingu og endurvinnslu. Hvað getum við gert til að halda umhverfinu hreinu í kringum okkur?