Sýningar

Á annarri hæð safnsins er grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Sýningin var opnuð 9. júní 2018. Á þeirri sömu hæð er lítill salur sem nefnist Hornsílið. Þar eru settar upp tímabundnar sýningar. Sá salur er líka leigður út fyrir fundi.

Á jarðhæð er stór salur sem nefnist Vélasalurinn þar eru settar upp tímabundnar sýningar.

Yfirstandandi (2)
Sjominjasafnid_thijs_Wolzak_cod_column_hr_for_online_use.jpg
Efri hæð

Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár

Grunnsýning Sjóminjasafnsins. Opið alla daga 10:00-17:00. Verið velkomin!

Nánar
©Heimir Freyr Hlöðversson
Vélasalur 03.02.2023 til 02.02.2024

Við erum jörðin – við erum vatnið Heimir Freyr Hlöðversson

Í verkinu "Við erum jörðin – við erum vatnið" fáum við óvenjulega innsýn í ægifögur form náttúrunnar. Ljóðræna sýn á hið agnarsmáa í hinu risastóra, sem tækninýjungar veita okkur. Um leið er verkið dreyminn sjónrænn leikur við síbreytanleg form sem skapast stöðugt í kringum okkur en við komum alla jafna ekki auga á. Okkur er boðið í ferðalag nánast inn í efnin sjálf, sameiningu og umbreytingarferli þeirra.

Nánar
Liðnar (23)
sjominjasafnid_melckmeyt_augl.jpg
Vélasalurinn 09.06.2018 til 30.12.2022

Melckmeyt 1659 - fornleifarannsókn neðansjávar

Melckmeyt (Mjaltastúlkan) var hollenskt kaupskip sem fórst við Flatey á 17. öld.

Nánar
Frá örbirgð til allsnægta
efri hæð 31.05.2008 til 30.11.2017

Frá örbirgð til allsnægta

Fastasýning Sjóminjasafnsins heitir; Frá örbirgð til allsnægta og lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum Íslendinga og vinnslu aflans

Nánar
Þorskastíðin / For Cod's Sake
Hornsílið 13.05.2016 til 26.11.2017

Þorskastríðin

Sýningin Þorskastríðin, fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976.

Nánar
Sjókonur
Bryggjusalur 05.06.2015 til 26.02.2017

Sjókonur

Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð.

Nánar
Svifið seglum þöndum
01.06.2014 til 30.11.2014

Svifið seglum þöndum

Lifandi og skemmtileg yfirlitssýning um sögu Sjómannadagsráðs þar sem m.a. er fjallað um uppruna Sjómannadagsins, Happdrætti DAS og uppbyggingu Hrafnistuheimilanna.

Nánar
Reykvíkingar – myndbrot úr safni verkamanns
01.06.2014 til 31.08.2014

Reykvíkingar – myndbrot úr safni verkamanns

Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg.

Nánar
Þrælkun, þroski, þrá?
07.02.2014 til 25.04.2014

Þrælkun, þroski, þrá?

Sýningin Þrælkun, þroski, þrá? fjallar um börn við vinnu á sjó og í landi.

Nánar
Sjóminjasafn-Bryggjusalur
Bryggjusalurinn 30.11.2007 til 30.04.2013

Lífæð lands og borgar

Sýningin fjallar um sögu kaupsiglinga og hafnargerðar í Reykjavík. Sýningin er m.a. sett upp í fyrrum vélarsal Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en salurinn býður upp á nýstárlega möguleika í sýningahaldi og hefur fengið nafnið Bryggjusalurinn.

Nánar
Hafið í fókus
02.06.2012 til 16.09.2012

Hafið í fókus

Fókus, félag áhugaljósmyndara, stendur reglulega fyrir sýningum á ljósmyndum félagsmanna sinna.

Nánar
Útskurður Lúkasar Kárasonar
02.06.2012 til 16.09.2012

Útskurður Lúkasar Kárasonar

Lúkas nýtir rekavið af Ströndum, sínum æskuslóðum, í allan sinn útskurð. Í viðnum leynast oft skemmtilegar og skrítnar verur sem honum tekst að laða fram af einstakri lagni.

Nánar
Ljósmyndakeppni sjómanna
02.06.2012 til 16.09.2012

Ljósmyndakeppni sjómanna

Sjómannablaðið Víkingur stendur árlega fyrir ljósmyndakeppni sjómanna. Skilyrði fyrir þátttöku er að myndirnar séu teknar af sjómönnum. Myndir má taka hvort heldur sem er um borð eða í landi í landlegum.

Nánar
Frá miðum til markaða  - ljósmyndir Kristins Benediktssonar
02.06.2012 til 16.09.2012

Frá miðum til markaða - ljósmyndir Kristins Benediktssonar

Myndirnar sýna á skemmtilegan og lifandi hátt ferlið frá því að fiskur er veiddur þangað til hann er komin á markaði erlendis.

Nánar
Teikningar Jóns Baldurs Hlíðberg
26.11.2011 til 31.05.2012

Teikningar Jóns Baldurs Hlíðberg

Sýningin samanstendur af teikningum Jóns Baldurs af fiskum, hryggleysingjum og kynjaskepnum ásamt stuttu kynningamyndbandi um störf hans sem teiknara.

Nánar
Björtum öngli beitirðu
04.06.2011 til 31.03.2012

Björtum öngli beitirðu – Jón Sigurðsson og Litla fiskibókin

Sýningin er byggð á ritinu Lítil Fiskibók sem Jón Sigurðsson gaf út árið 1859. Þar birtist ný hlið á störfum Jóns sem hingað til hefur ekki verið þekktur af áhuga á fiskveiðum.

Nánar
Sögueyjan kallar
04.06.2011 til 15.01.2012

Sögueyjan kallar

Sýningin samanstendur af ljósmyndum og frásögnum af siglingu sem farin var frá Finnlandi til Íslands árið 1994.

Nánar
Sjóminjasafnið - Á skjön
08.10.2011 til 06.11.2011

Á skjön - myndlistarsýning

Samsýning Margrétar Jónsdóttur, Ragnheiðar Guðjónsdóttur og Steinunnar Guðmundsdóttur.

Nánar
Sjóminjasafnið - Síldarævintýri
04.06.2011 til 25.10.2011

Síldarævintýri

Á sýningunni er dregin upp mynd af ævintýraheimi síldaráranna með ljósmyndum Hauks Helgasonar (teknum 1953-57), kvikmynd Sigurðar Helgasonar (tekin1941) og munum tengdum síldveiðum.

Nánar
Japan eftir flóðið
17.09.2011 til 07.10.2011

Japan eftir flóðið

Sýningin samanstendur af 69 ljósmyndum sem Egill Þórðarson og Yoko Arai Þórðarson tóku í Miyako 15. júní og Kesennuma 27. júní 2011.

Nánar
Ólafur Thorlacius
04.06.2011 til 15.09.2011

Ólafur Thorlacius- Vatnslitamyndir

Ólafur starfaði um árabil hjá Landhelgisgæslu Íslands sem kortagerðamaður. Hann hefur nú látið af störfum og málar sér til skemmtunar. Myndefni sækir hann í náttúru Íslands, hafið og sjávarþorpin.

Nánar
Sjóminjasafnið - Ásmundur Guðmundsson
15.03.2011 til 15.05.2011

Útskurður Ásmundar Guðmundssonar

Ásmundur Guðmundsson fæddist árið 1929 og starfaði sem skipstjóri til 1975. Hann fékk þá alvarlegt heilablóðfall, aðeins 46 ára að aldri.

Nánar
Íslendingurinn og hafið
11.02.2011 til 06.03.2011

Íslendingurinn og hafið.

Glæsileg málverkasýning frístundamálara. Um 30 málarar sýna verk sín og öll taka þau mið af heiti sýningarinnar: Íslendingurinn og hafið.

Nánar
Bjarni Jónsson
Verbúðin 24.09.2008 til 09.02.2011

Horfnir sjávarhættir – Myndir Bjarna Jónssonar

Bjarni Jónsson listmálari fæddist 15. september 1934. Hann lést 8. janúar 2008. Bjarni var kennari en málaði einnig mikið og teiknaði. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis.

Nánar
Sjósókn í Norðurhöfum
28.06.2010 til 08.08.2010

Sjósókn í Norðurhöfum

Farandsýning sem veitir einstaka innsýn í líf sjómanna á fiskiskipum í Norðurhöfum og undirstrikar um leið mikilvægi fiskveiða fyrir eyjarnar á þessum slóðum.

Nánar

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir á meðan verið er að byggja nýja bryggju við safnið.

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.150 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.650 kr.

Safn + Óðinn

3.290 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.320 kr., leiðsögn í Óðni 1.320 kr. Sameiginlegur miði 2.640 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.